Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2022 13:49 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram tillögu um afglæpavæðingu neysluskammta fyrir veikasta hóp fíkla. Vísir/Vilhelm Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. Niðurstöður könnunar Maskínu sýna eru að 24,5 prósent eru mjög fylgjandi, 21,3 prósent fremur fylgjandi, 21,7 í meðallagi, 16,7 prósent fremur andvíg og 15,8 prósent mjög andvíg. Karlar eru líklegri til að vera fylgjandi afglæpavæðingunni en 48,8 prósent sögðust vera mjög eða fremur fylgjandi henni. 42,9 prósent kvenna eru mjög eða fremur fylgjandi henni. Niðurstöðurnar sýna að fólk á höfuðborgarsvæðinu er líklegra en fólk á landsbyggðinni til að vera hlynnt afglæpavæðingu. Fólk á Vesturlandi og Vestfjörðum er þó mun líklegra til að vera mjög eða fremur fylgjandi henni, eða 48,2 prósent, en fólk á Austurlandi. Aðeins 30,3 prósent Austfirðinga eru mjög eða fremur fylgjandi. Einungis 4,9 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða fremur fylgjandi afglæpavæðingu en 85,1 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Þá eru 67,9 prósent kjósenda Pírata mjög eða fremur fylgjandi henni á meðan 31,8 prósent fylgjenda Framsóknarflokksins eru á þeirri skoðun. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 17. til 29. mars 2022 og voru svarendur 1.109 talsins. Fíkn Mannréttindi Fíkniefnabrot Skoðanakannanir Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Tillaga heilbrigðisráðherra sé fráleit: „Þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt“ Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst sé að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16. júlí 2022 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Niðurstöður könnunar Maskínu sýna eru að 24,5 prósent eru mjög fylgjandi, 21,3 prósent fremur fylgjandi, 21,7 í meðallagi, 16,7 prósent fremur andvíg og 15,8 prósent mjög andvíg. Karlar eru líklegri til að vera fylgjandi afglæpavæðingunni en 48,8 prósent sögðust vera mjög eða fremur fylgjandi henni. 42,9 prósent kvenna eru mjög eða fremur fylgjandi henni. Niðurstöðurnar sýna að fólk á höfuðborgarsvæðinu er líklegra en fólk á landsbyggðinni til að vera hlynnt afglæpavæðingu. Fólk á Vesturlandi og Vestfjörðum er þó mun líklegra til að vera mjög eða fremur fylgjandi henni, eða 48,2 prósent, en fólk á Austurlandi. Aðeins 30,3 prósent Austfirðinga eru mjög eða fremur fylgjandi. Einungis 4,9 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða fremur fylgjandi afglæpavæðingu en 85,1 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Þá eru 67,9 prósent kjósenda Pírata mjög eða fremur fylgjandi henni á meðan 31,8 prósent fylgjenda Framsóknarflokksins eru á þeirri skoðun. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 17. til 29. mars 2022 og voru svarendur 1.109 talsins.
Fíkn Mannréttindi Fíkniefnabrot Skoðanakannanir Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Tillaga heilbrigðisráðherra sé fráleit: „Þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt“ Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst sé að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16. júlí 2022 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13
Tillaga heilbrigðisráðherra sé fráleit: „Þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt“ Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst sé að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16. júlí 2022 15:00