Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:31 Devon Allen vísað úr keppni eftir að „þjófstarta.“ EPA-EFE/John G. Mabanglo Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira