Sjáðu markið: Þrumufleygur Stanway leyfir Englandi að dreyma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 09:01 Georgia Stanway lætur vaða og tryggði Englandi með því sæti í undanúrslitum EM. EPA-EFE/Vince Mignott Georgia Stanway reyndist hetja Englands er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta með 2-1 sigri á Spáni í framlengdum leik. Mark Stanway var einkar glæsilegt. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem ekkert skildi liðin að þá komst Spánn yfir snemma í síðari hálfleik þökk sé marki Esther Gonzalez Rodriguez. Undirbúningur Athenea del Castillo var hreint út sagt frábær og afgreiðslan engu síðri. Var þetta fyrsta markið sem England fær á sig á mótinu. Spánverjar eru komnir yfir! Þögn slær á enska áhorfendur. England fær hér á sig sitt fyrsta mark á mótinu. Eru þær spænsku á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/wdHqBTAAhd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Ekki löngu síðar virtist sem Spánn væri að tvöfalda forystuna þegar fyrirgjöf frá hægri virtist vera að fljúga í hornið fjær en Mary Earps bjargaði meistaralega og hélt enska liðinu inn í leiknum. Þar skall hurð nærri hælum! Spennan er að magnast með hverri sekúndu pic.twitter.com/dx0wtcy29X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Það stefndi í 1-0 sigur gestanna þegar Manchester-tvíeykið Ella Toone og Alessia Russo, sem báðar höfðu komið inn af bekknum, létu til sín taka. Russo vann boltann af harðfylgi inn í vítateig Spánverja. Hún skallaði boltann á Toone sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra. England jafnar! Virkilega löng sókn endar með marki frá Ellu Toone. Allt tryllist á vellinum. Þessar lokamínútur verða rosalegar! pic.twitter.com/DNgpcW2Li2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan var enn 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar reyndist enska liðið sterkara en þegar sex mínútur voru liðnar af framlengingunni steig Stanway upp. Hún rak boltann frá miðju og upp að vítateig Spánar þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. England er komið yfir! Georgia Stanway gerir þetta upp á eigin spýtur. Alvöru lýsing hjá Gunna Birgis pic.twitter.com/EPGZpKkGN2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. England er komið í undanúrslit og til alls líklegt. Það ætlaði allt um koll að keyra í Brighton í kvöld er lokaflautið gall! Munu Englendingar fara alla leið? pic.twitter.com/fCpNFDikC5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem ekkert skildi liðin að þá komst Spánn yfir snemma í síðari hálfleik þökk sé marki Esther Gonzalez Rodriguez. Undirbúningur Athenea del Castillo var hreint út sagt frábær og afgreiðslan engu síðri. Var þetta fyrsta markið sem England fær á sig á mótinu. Spánverjar eru komnir yfir! Þögn slær á enska áhorfendur. England fær hér á sig sitt fyrsta mark á mótinu. Eru þær spænsku á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/wdHqBTAAhd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Ekki löngu síðar virtist sem Spánn væri að tvöfalda forystuna þegar fyrirgjöf frá hægri virtist vera að fljúga í hornið fjær en Mary Earps bjargaði meistaralega og hélt enska liðinu inn í leiknum. Þar skall hurð nærri hælum! Spennan er að magnast með hverri sekúndu pic.twitter.com/dx0wtcy29X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Það stefndi í 1-0 sigur gestanna þegar Manchester-tvíeykið Ella Toone og Alessia Russo, sem báðar höfðu komið inn af bekknum, létu til sín taka. Russo vann boltann af harðfylgi inn í vítateig Spánverja. Hún skallaði boltann á Toone sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra. England jafnar! Virkilega löng sókn endar með marki frá Ellu Toone. Allt tryllist á vellinum. Þessar lokamínútur verða rosalegar! pic.twitter.com/DNgpcW2Li2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan var enn 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar reyndist enska liðið sterkara en þegar sex mínútur voru liðnar af framlengingunni steig Stanway upp. Hún rak boltann frá miðju og upp að vítateig Spánar þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. England er komið yfir! Georgia Stanway gerir þetta upp á eigin spýtur. Alvöru lýsing hjá Gunna Birgis pic.twitter.com/EPGZpKkGN2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. England er komið í undanúrslit og til alls líklegt. Það ætlaði allt um koll að keyra í Brighton í kvöld er lokaflautið gall! Munu Englendingar fara alla leið? pic.twitter.com/fCpNFDikC5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45