Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu 20. júlí 2022 21:45 Getty/Marcio Machado Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en Spánverjar voru betri, þær héldu boltanum vel innan síns liðs og áttu fleiri marktilraunir á mark gestgjafanna í fyrri hálfleik, 6 gegn 1. Englendingar skoruðu þó eina mark fyrri hálfleiks á 37. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu Lucia Bronze. Spánverjar brutu ísinn á 54. mínútu. Þær spænsku unnu þá boltann af Englendingum á miðjum vellinum og eftir laglegt samspil þar sem boltinn gekk leikmanna á milli kom Esther Gonzalez knettinum í netið eftir frábæran stoðsendingu Athena del Castillo og það sló þögn á Amex leikvöllinn í Brighton & Hove. Fyrsta markið sem England fær á sig á Evrópumótinu í ár. Ensku áhorfendurnir gátu þó tekið gleði sína á ný þegar Ella Toone jafnaði leikinn á 84. mínútu. Alessia Russo skallaði knöttinn þá fyrir Toone eftir fyrirgjöf Chloe Kelly af hægri væng en allar þrjár komu inn af varamannabekk Englands um 20 mínútum áður. Spánverjar voru æfir yfir markinu en þær vildu fá dæmt brot á Russo gegn Irene Paredes en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur í venjulegum leiktíma voru 1-1 og því þurfti að framlengja. Framlengingin var ekki nema tæplega sex mínútna gömul þegar Georgia Stanway kom Englendingum yfir með frábæru marki. Stanway fékk að bera boltann upp völlinn alveg óáreitt en þar sem enginn Spánverji setti pressu á Stanway þá hlóð hún bara í skot fyrir utan vítateig sem flaug í netið framhjá Sandra Panos í marki Spánverja og Englendingar þá búnar að snúa leiknum við sér í hag. Fleiri mörk voru ekki skoruð og ensku stuðningsmennirnir sungu að fótboltinn væri á heimleið út leiktímann og langt eftir leikslok. Englendingar fara áfram í undanúrslit þar sem mótherjinn verður annað hvort Svíþjóð eða Belgía. Undanúrslitaleikurinn mun fara fram þriðjudaginn 26. júlí. EM 2022 í Englandi Fótbolti
Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en Spánverjar voru betri, þær héldu boltanum vel innan síns liðs og áttu fleiri marktilraunir á mark gestgjafanna í fyrri hálfleik, 6 gegn 1. Englendingar skoruðu þó eina mark fyrri hálfleiks á 37. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu Lucia Bronze. Spánverjar brutu ísinn á 54. mínútu. Þær spænsku unnu þá boltann af Englendingum á miðjum vellinum og eftir laglegt samspil þar sem boltinn gekk leikmanna á milli kom Esther Gonzalez knettinum í netið eftir frábæran stoðsendingu Athena del Castillo og það sló þögn á Amex leikvöllinn í Brighton & Hove. Fyrsta markið sem England fær á sig á Evrópumótinu í ár. Ensku áhorfendurnir gátu þó tekið gleði sína á ný þegar Ella Toone jafnaði leikinn á 84. mínútu. Alessia Russo skallaði knöttinn þá fyrir Toone eftir fyrirgjöf Chloe Kelly af hægri væng en allar þrjár komu inn af varamannabekk Englands um 20 mínútum áður. Spánverjar voru æfir yfir markinu en þær vildu fá dæmt brot á Russo gegn Irene Paredes en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur í venjulegum leiktíma voru 1-1 og því þurfti að framlengja. Framlengingin var ekki nema tæplega sex mínútna gömul þegar Georgia Stanway kom Englendingum yfir með frábæru marki. Stanway fékk að bera boltann upp völlinn alveg óáreitt en þar sem enginn Spánverji setti pressu á Stanway þá hlóð hún bara í skot fyrir utan vítateig sem flaug í netið framhjá Sandra Panos í marki Spánverja og Englendingar þá búnar að snúa leiknum við sér í hag. Fleiri mörk voru ekki skoruð og ensku stuðningsmennirnir sungu að fótboltinn væri á heimleið út leiktímann og langt eftir leikslok. Englendingar fara áfram í undanúrslit þar sem mótherjinn verður annað hvort Svíþjóð eða Belgía. Undanúrslitaleikurinn mun fara fram þriðjudaginn 26. júlí.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti