W-in seldust upp hjá Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 07:29 Robert Lewandowski tók þátt í upphitun fyrir leikinn við Inter Miami í Flórída í nótt. Getty/Michael Reaves Robert Lewandowski var á staðnum en spilaði þó ekki þegar Barcelona vann Inter Miami 6-0 í fyrsta vináttuleik sínum á undirbúningstímabilinu. Hann virðist afar vinsæll sem nýjasta stjarna Börsunga. Barcelona þarf að greiða Bayern München 45 milljónir evra, og 5 milljónir evra til viðbótar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fyrir hinn 33 ára gamla Lewandowski sem skoraði 35 mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Einhvern hluta af þessari upphæð nær Barcelona, í sinni miklu fjárhagskrísu, til baka með því að nýta áhugann sem er á pólska markahróknum. Það er ef til vill til marks um þann áhuga að í verslun Barcelona, eftir að tilkynnt var um kaupin á Lewandowski, seldist bókstafurinn W upp og því um tíma ekki hægt að kaupa treyju merkta honum. Barcelona have really run out of the letter W because of Lewandowski (via @forcabarca_ar) pic.twitter.com/1RjU8KRI9c— ESPN FC (@ESPNFC) July 19, 2022 Þó að Lewandowski hafi látið sjá sig í upphitun Barcelona fyrir leikinn í Bandaríkjunum í nótt þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Annar nýr leikmaður liðsins var hins vegar á meðal markaskorara í 6-0 sigrinum því Raphinha, sem kom frá Leeds fyrir 58 milljónir evra, kom að þremur fyrstu mörkunum og skoraði eitt þeirra. Pierre-Emerick Aubameyang, Ansu Fati, Gavi, Memphis Depay og Ousmane Dembele skoruðu hin fimm mörkin. Barcelona heldur undirbúningi sínum fyrir næstu leiktíð áfram með því að mæta erkifjendunum í Real Madrid í Las Vegas á laugardag. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Sjá meira
Barcelona þarf að greiða Bayern München 45 milljónir evra, og 5 milljónir evra til viðbótar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fyrir hinn 33 ára gamla Lewandowski sem skoraði 35 mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Einhvern hluta af þessari upphæð nær Barcelona, í sinni miklu fjárhagskrísu, til baka með því að nýta áhugann sem er á pólska markahróknum. Það er ef til vill til marks um þann áhuga að í verslun Barcelona, eftir að tilkynnt var um kaupin á Lewandowski, seldist bókstafurinn W upp og því um tíma ekki hægt að kaupa treyju merkta honum. Barcelona have really run out of the letter W because of Lewandowski (via @forcabarca_ar) pic.twitter.com/1RjU8KRI9c— ESPN FC (@ESPNFC) July 19, 2022 Þó að Lewandowski hafi látið sjá sig í upphitun Barcelona fyrir leikinn í Bandaríkjunum í nótt þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Annar nýr leikmaður liðsins var hins vegar á meðal markaskorara í 6-0 sigrinum því Raphinha, sem kom frá Leeds fyrir 58 milljónir evra, kom að þremur fyrstu mörkunum og skoraði eitt þeirra. Pierre-Emerick Aubameyang, Ansu Fati, Gavi, Memphis Depay og Ousmane Dembele skoruðu hin fimm mörkin. Barcelona heldur undirbúningi sínum fyrir næstu leiktíð áfram með því að mæta erkifjendunum í Real Madrid í Las Vegas á laugardag.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Sjá meira