Forsetinn setur stefnuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 11:31 Forseti Íslands var á meðal stuðningsmanna á EM, líkt og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, en er núna mættur til Svíþjóðar að sjá aðeins yngra knattspyrnufólk keppa á Gothia Cup. Vísir/Vilhelm „Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi. Forsetinn drap niður penna í kjölfar 1-1 jafnteflis Íslands við Frakkland í gærkvöld, eftir að ljóst varð að það dygði ekki til að koma Íslandi áfram í 8-liða úrslit. Í lauslegri þýðingu blaðamanns skrifaði hann: „Í Íslendingasögunum lesum við um það hvernig hægt er að falla í bardaga en standa samt uppi sem sigurvegari. Stoltur af landsliðinu okkar í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM en komst því miður ekki áfram. Hamingjuóskir til þeirra sem það gerðu. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM.“ In the Icelandic Sagas we read about how you can fall in battle but still claim victory. Proud of our national football team that did not lose a game at #WEURO2022 but sadly did not advance. Congrats to those who did. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM #dottir pic.twitter.com/nR6IwqnNpj— President of Iceland (@PresidentISL) July 18, 2022 Gætu unnið sig inn á HM í september Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en er í harðri baráttu um að komast á næsta mót sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir eitt ár. Ísland á eftir tvo leiki í undankeppninni, gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli 2. september og gegn Hollandi á útivelli 6. september. Ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Að öðrum kosti endar Ísland í 2. sæti og fer í ansi flókið umspil í október. Í umspilinu leika liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils. Liðin þrjú sem safna flestum stigum, og líklegt er að Ísland eða Holland verði þar á meðal, fara beint í seinni umferð umspilsins. Fyrst leika hin sex liðin í fyrri umferð umspilsins, þar sem þau dragast í þrjú einvígi. Sigurvegari hvers einvígis kemst áfram í seinni umferðina þar sem aftur fara fram þrjú einvígi. Sigurvegari tveggja þeirra kemst beint á HM en þriðja liðið, það með fæsta sigra úr umspili og riðlakeppni, fer í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum sem fram fer í febrúar á næsta ári. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Forsetinn drap niður penna í kjölfar 1-1 jafnteflis Íslands við Frakkland í gærkvöld, eftir að ljóst varð að það dygði ekki til að koma Íslandi áfram í 8-liða úrslit. Í lauslegri þýðingu blaðamanns skrifaði hann: „Í Íslendingasögunum lesum við um það hvernig hægt er að falla í bardaga en standa samt uppi sem sigurvegari. Stoltur af landsliðinu okkar í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM en komst því miður ekki áfram. Hamingjuóskir til þeirra sem það gerðu. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM.“ In the Icelandic Sagas we read about how you can fall in battle but still claim victory. Proud of our national football team that did not lose a game at #WEURO2022 but sadly did not advance. Congrats to those who did. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM #dottir pic.twitter.com/nR6IwqnNpj— President of Iceland (@PresidentISL) July 18, 2022 Gætu unnið sig inn á HM í september Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en er í harðri baráttu um að komast á næsta mót sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir eitt ár. Ísland á eftir tvo leiki í undankeppninni, gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli 2. september og gegn Hollandi á útivelli 6. september. Ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Að öðrum kosti endar Ísland í 2. sæti og fer í ansi flókið umspil í október. Í umspilinu leika liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils. Liðin þrjú sem safna flestum stigum, og líklegt er að Ísland eða Holland verði þar á meðal, fara beint í seinni umferð umspilsins. Fyrst leika hin sex liðin í fyrri umferð umspilsins, þar sem þau dragast í þrjú einvígi. Sigurvegari hvers einvígis kemst áfram í seinni umferðina þar sem aftur fara fram þrjú einvígi. Sigurvegari tveggja þeirra kemst beint á HM en þriðja liðið, það með fæsta sigra úr umspili og riðlakeppni, fer í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum sem fram fer í febrúar á næsta ári.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira