Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2022 23:06 Valur Gunnarsson hefur dvalið í Úkraínu um nokkurt skeið. Stöð 2/Arnar Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent