Innlent

Hand­tekinn eftir á­rekstur og mis­heppnaða flótta­til­raun

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bíllinn var illa skemmdur eftir áreksturinn. Að sögn vitna reyndi bílstjórinn að flýja vettvang með þeim afleiðingum að framdekk losnaði undan bílnum.
Bíllinn var illa skemmdur eftir áreksturinn. Að sögn vitna reyndi bílstjórinn að flýja vettvang með þeim afleiðingum að framdekk losnaði undan bílnum. vísir/Arnar

Harkalegur árekstur varð á Kópavogsbraut upp úr klukkan eitt í dag. Að sögn sjónarvotta reyndi bílstjóri annars bílsins að flýja vettvang án árangurs og er sá bíll illa skemmdur.

Áreksturinn varð ofarlega á Kópavogsbraut, nálægt Hamraborginni. Reyndi bílstjóri Volkswagen jeppa að koma sér af vettvangi en staðnæmdist neðar á Kópavogsbraut.

Samkvæmt upplýsingum frá vitnum á vettvangi var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn eftir áreksturinn og hann sagður hafa meðal annars reynt að skipta við farþega bílsins, unga stúlku, um sæti í bílnum. Hafi maðurinn að auki virst í annarlegu ástandi. 

Lögreglan í Kópavogi gat ekki veitt frekari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. 

Önnur mynd af vettvangi. Bílstjórinn reyndi að keyra af slysstað niður Kópavogsbraut en komst ekki langt.vísir/Arnar
Mikill viðbúnaður er á slysstað og Volvo jeppi mikið skemmdur ofar á Kópavogsbraut.vísir/Arnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×