Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Telma Tómasson skrifar 18. júlí 2022 13:22 Teikning af fjallaböðunum frá Basalt arkitektum. Basalt arkitektar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. Fjallaböðin er nafnið á nýjum baðstað og 40 herbergja hóteli í Þjórsárdal, alls 5000 fermetra bygging, sem til stendur að opna eftir þrjú ár. Byrjað var á verkefninu árið 2015 en er nú loks á lokastigi hönnunar, framkvæmdir fram undan og allt fullfjármagnað, en á bak við Fjallaböðin eru að stærstum hluta fyrirtækið Rauðukambar, Bláa lónið, sem er meirihlutaeigandi í Íslenskum heilsulindum, og tveir sjóðir í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Allt í kringum Fjallaböðin er unnið á sem umhverfisvænstan hátt. „Þjórsárdalurinn á það skilið að horft sé til umhverfisþátta í hvívetna í öllu sem þar er gert. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að byggja á umhverfisvænan hátt og hugsa allt sem heild. Við förum með byggingarnar í gegnum svokallaða Breeam vottun sem er staðall sem allar helstu byggingar eru byggðar eftir í dag. Og við stefnum að því að skora mjög hátt þar, þannig að þetta verði með umhverfisvænstu byggingum í Evrópu. Svo er einnig horft til þess að allir gestirnir sem koma að baðstaðnum eða hótelinu leggi bílum sínum við mynni dalsins og þannig minnkum við mikið álagið á dalnum sjálfum,“ segir Magnús Orri Marínarsonur Schram, framkvæmdastjóri. Fólk verður svo ferjað á rafmagns - eða vetnisdrifnum bílum að baðstaðnum og hótelinu. „Við erum að reyna að aðlaga hið manngerða að náttúrunni og erum til dæmis að byggja að miklu leyti inn í fjallið, kannski verða um 60 – 70 prósent falin. En um leið verður upplifunin einstök þar sem þú gengur inn í fjallið og ert svo að upplifa heita laug að einhverju leyti inni í fjallinu, en svo er gengið út úr byggingunni út í baðlónið og horft til suðurs eftir dalnum. Ég held að þetta geti orðið einstök upplifun.“ Hekla, virkasta eldfjall Íslands, er í næsta nágrenni við Fjallaböðin, en Magnús Orri hefur ekki áhyggjur af hugsanlegu eldgosi. „Nei, í raun og veru virkar þetta þannig að við munum byggja húsin og setja svo efnið aftur ofan á húsin og þannig fela bygginguna. Það myndi bara bæta ofan á ef Hekla myndi gjósa og dreifa ösku yfir svæðið.“ Samhliða þessu er áformuð mikil uppbygging í Þjórsárdalnum, merking gönguleiða, áfangastaða og reiðleiða, auk þess sem stefnt er að því að byggja heilt þorp í Árnesi fyrir starfsmenn. Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sundlaugar Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Fjallaböðin er nafnið á nýjum baðstað og 40 herbergja hóteli í Þjórsárdal, alls 5000 fermetra bygging, sem til stendur að opna eftir þrjú ár. Byrjað var á verkefninu árið 2015 en er nú loks á lokastigi hönnunar, framkvæmdir fram undan og allt fullfjármagnað, en á bak við Fjallaböðin eru að stærstum hluta fyrirtækið Rauðukambar, Bláa lónið, sem er meirihlutaeigandi í Íslenskum heilsulindum, og tveir sjóðir í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Allt í kringum Fjallaböðin er unnið á sem umhverfisvænstan hátt. „Þjórsárdalurinn á það skilið að horft sé til umhverfisþátta í hvívetna í öllu sem þar er gert. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að byggja á umhverfisvænan hátt og hugsa allt sem heild. Við förum með byggingarnar í gegnum svokallaða Breeam vottun sem er staðall sem allar helstu byggingar eru byggðar eftir í dag. Og við stefnum að því að skora mjög hátt þar, þannig að þetta verði með umhverfisvænstu byggingum í Evrópu. Svo er einnig horft til þess að allir gestirnir sem koma að baðstaðnum eða hótelinu leggi bílum sínum við mynni dalsins og þannig minnkum við mikið álagið á dalnum sjálfum,“ segir Magnús Orri Marínarsonur Schram, framkvæmdastjóri. Fólk verður svo ferjað á rafmagns - eða vetnisdrifnum bílum að baðstaðnum og hótelinu. „Við erum að reyna að aðlaga hið manngerða að náttúrunni og erum til dæmis að byggja að miklu leyti inn í fjallið, kannski verða um 60 – 70 prósent falin. En um leið verður upplifunin einstök þar sem þú gengur inn í fjallið og ert svo að upplifa heita laug að einhverju leyti inni í fjallinu, en svo er gengið út úr byggingunni út í baðlónið og horft til suðurs eftir dalnum. Ég held að þetta geti orðið einstök upplifun.“ Hekla, virkasta eldfjall Íslands, er í næsta nágrenni við Fjallaböðin, en Magnús Orri hefur ekki áhyggjur af hugsanlegu eldgosi. „Nei, í raun og veru virkar þetta þannig að við munum byggja húsin og setja svo efnið aftur ofan á húsin og þannig fela bygginguna. Það myndi bara bæta ofan á ef Hekla myndi gjósa og dreifa ösku yfir svæðið.“ Samhliða þessu er áformuð mikil uppbygging í Þjórsárdalnum, merking gönguleiða, áfangastaða og reiðleiða, auk þess sem stefnt er að því að byggja heilt þorp í Árnesi fyrir starfsmenn.
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sundlaugar Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00