Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12.

Viðvaranir hafa þegar tekið gildi í Bretlandi vegna ofsahita. Veðurfræðingur segir mikla hættu á ferð og að hitabylgjur verði tíðari á næstu árum. Norðurlandabúar gætu þurft að undirbúa sig sérstaklega. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Við ræðum við heilbrigðisráðherra um umdeildar tillögur hans í afglæpavæðingarmálum og tökum stöðuna á húsnæðismálum en doktor í hagfræði segir að ekki sé þörf á inngripi hins opinbera á húsnæðismarkaði nú, á meðan einkaaðilar byggi nóg. Ríkið hefði þó mátt stíga inn í fyrir áratug.

Á annan tug harmonikkuleikara munu spila nær linnulaust í þrjár klukkustundir fyrir gesti og gangandi á Árbæjarsafni í dag. Við ræðum við forsvarsmann hátíðarinnar, sem haldin er í minningu föður hans, eins ástsælasta harmonikkuleikara landsins. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×