Lífið

Kodak Black enn og aftur hand­tekinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Rapparinn hefur nú verið handtekinn tvisvar á þessu ári.
Rapparinn hefur nú verið handtekinn tvisvar á þessu ári. WireImage/Prince Williams

Bill Kahan Kapri, betur þekktur sem Kodak Black, var handtekinn í gær í Flórída-ríki. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi 25 ára rappari er handtekinn og í annað sinn á þessu ári.

Black, sem er þekktastur fyrir lög á borð við Zeze, Tunnel Vision og No Flockin, var stöðvaður af lögregluþjónum í gær er hann var við akstur. Lögreglan hafði tekið eftir því að bíll hans væri með of dökkar rúður og stöðvuðu hann. Þá kom í ljós þegar bílnúmerið var skoðað að skráning ökutækisins væri útrunnin.

Lögreglan leitaði í bílnum og fann 75 þúsund dollara í seðlum og lítinn glæran poka með 31 töflu af oxycodone-lyjum. Þá var ökuskírteini kappans einnig útrunnið.

Hann var í kjölfarið færður í gæsluvarðhald og situr nú inni í Broward County-fangelsinu.

Það vakti athygli árið 2021 þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, náðaði rapparann áður en Joe Biden tók við sem forseti. Black sat þá inni eftir að hafa verið dæmdur fyrir að vera með ólöglegt skotvopn í fórum sér.


Tengdar fréttir

Trump náðaði Steve Bannon

Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var að náða Steve Bannon sem var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í Hvíta húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.