Herra Réttlæti settur af sem bæjarstjóri vegna eiturlyfjamisferlis Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2022 15:00 Bærinn Cabra del Santo Cristo í Andalúsíu Wikimedia Commons Bæjarstjóri í litlum bæ á Spáni hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að stórtækum eiturlyfjahring sem teygir anga sína um 4 héruð Spánar. Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um. Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um.
Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira