Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12.

Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast um að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst er að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá.

Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. Þá tökum við stöðuna á gróðureldum sem valdið hafa gríðarlegri eyðileggingu á meginlandi Evrópu, fjöllum um langþráðan ljósleiðara í Vestmannaeyjum og heyrum í skipuleggjendum Laugavegshlaupsins sem haldið er í heldur óskemmtilegu veðri í dag. 

Loks fjöllum við um gagnrýni sem skipuleggjendur stórtónleikanna Rokks í Reykjavík hafa sætt en netverjar hafa margir hneykslast á kynjahalla meðal tónlistarmanna sem troða upp á tónleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×