Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 23:52 Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, telur að lúsmýið sé komið til að vera. Vísir Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni. „Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“ Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“
Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira