Aziz fer fram á fjörutíu milljónir dollara, fimm og hálfan milljarð íslenskra króna, í skaðabætur. Hann var 26 ára þegar hann var dæmdur og átti þá sex börn. Hann fer ekki einungis í mál við New York-borgina heldur einnig þá lögreglumenn sem rannsökuðu morðið á Malcolm X.
Aziz tilheyrði samtökunum Nation of Islam sem voru samtök svartra múslima í Bandaríkjunum. Malcolm X tilheyrði samtökunum einnig þar til ári áður en hann var drepinn.
Malcolm var skotinn til bana í Audubon-veislusalnum á Manhattan þegar hann var að fara að halda ræðu. Aziz, Khalil Islam og Mujahid Abdul Halim voru allir dæmdir fyrir morðið en allir þeir voru hreinsaðir af sök í fyrra eftir rannsókn lögreglu.