Fótbolti

Bann FIFA og UEFA á rúss­nesk fé­lags- og lands­lið stendur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bannið stendur.
Bannið stendur. JAKUB PORZYCKI/GETTY IMAGES

Rússneska knattspyrnusambandinu tókst ekki að sannfæra Alþjóða íþróttadómstólinn um að hnekkja ákvörðun Alþjóða- og knattspyrnusambands Evrópu um að banna rússnesk félags- og landslið frá keppnum sínum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Dómur féll í málinu í dag en rússneska knattspyrnusambandið ásamt Zenit, FC Sochi, CSKA Moskva og Dynamo Moskva lögðu fram kæru á hendur FIFA og UEFA þann 28. febrúar síðastliðinn.

Í yfirlýsingu dómstólsins segir að átökin milli Rússlands og Úkraínu – ásamt viðbrögðum almennings og umheimsins – skapi ófyrirsjáanlegar og fordæmalausar aðstæður sem FIFA og UEFA hafi þurft að bregðast við.

Það verður því eitthvað í að við sjáum rússnesk félags- eða landslið keppa á alþjóðavísu á nýjan leik. Til að mynda átti Rússland að vera með á Evrópumóti kvenna sem nú fer fram í Englandi en var landinu sparkað úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×