Ræddu þeir meðal annars Twitter færslu Guðmundar Magnússonar, leikmann Fram, sem lét hafa eftir sér að Hermann Hreiðarsson yrði rekin frá ÍBV ef hann væri portúgalskur, miðað við árangur ÍBV í deildinni í ár. Eyjamenn eru enn án sigurs í Bestu-deildinni.
Ef þjálfari ÍBV kæmi erlendis frá, segjum t.d Portúgal væri búið að reka hann 🤷🏼♂️
— Guðmundur Magnússon (@GummiMagnusson) July 9, 2022
„Þetta er alveg galið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson við ummælum Guðmundar og bætti við að „Hemmi [Hreiðarsson, þjálfari ÍBV] hefur hoppað hæð sína þegar hann sá þetta. Hann var alveg örugglega mjög feginn að sjá þetta.“
Baldur Sigurðsson tók undir með Lárusi en Fram og ÍBV eiga eftir að mætast á Hásteinsvelli þann 11. september, í næst síðustu umferð deildarinnar.
„Þú átt eftir að mæta þeim og þetta er bara olía á eldinn,“ sagði Baldur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.
Sérfræðingarnir ræddu einnig hvort FH eða KR endar ofar í deildinni, hvaða íslenska lið nær lengst í Evrópu og hvaða lið þurfi mest að styrkja sig. Baldur vil meðal annars að FH sæki varnarmann og Lárus telur að ÍBV þurfi miðjumann.
Ásamt því voru bestu þjálfarar deildarinnar til umræðu, þar sem Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var meðal þeirra fimm þjálfara sem voru nefndir á nafn.