Þorsteinn treystir Ólafi Inga: „Ég held að Sara viti ekkert um þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 10:30 Ólafur Ingi Skúlason á tímum sínum sem leikmaður landsliðsins á HM 2018. Nú er hann farinn að starfa og þjálfa fyrir KSÍ. Getty/Dan Mullan Næsti mótherji íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi er Ítalía sem er enn að jafna sig eftir skell í fyrsta leik. Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira