Þorsteinn treystir Ólafi Inga: „Ég held að Sara viti ekkert um þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 10:30 Ólafur Ingi Skúlason á tímum sínum sem leikmaður landsliðsins á HM 2018. Nú er hann farinn að starfa og þjálfa fyrir KSÍ. Getty/Dan Mullan Næsti mótherji íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi er Ítalía sem er enn að jafna sig eftir skell í fyrsta leik. Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira