Þorsteinn treystir Ólafi Inga: „Ég held að Sara viti ekkert um þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 10:30 Ólafur Ingi Skúlason á tímum sínum sem leikmaður landsliðsins á HM 2018. Nú er hann farinn að starfa og þjálfa fyrir KSÍ. Getty/Dan Mullan Næsti mótherji íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi er Ítalía sem er enn að jafna sig eftir skell í fyrsta leik. Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti