Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 14:48 Mótmælendur á skrifstofu embættis forsætisráðherra Srí Lanka. AP/Eranga Jayawardena Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. Gotabaya Rajapaksa flúði eftir að mótmælendur tóku yfir forsetahöllina og er hann sagður hafa tekið eiginkonu sína, tvo lífverði og herflugvél til Maldíveyja. Rajapaksa hefur heitið því að segja af sér embætti í dag en fjölskylda hans hefur stjórnað landinu síðustu tvo áratugi. Samkvæmt BBC ætlar forsetinn ekki að halda kyrru fyrir í Maldíveyjum heldur er hann sagður ætla að ferðast til annars ríkis og er talið mögulegt að hann sé á leið til Singapúr eða Dúbaí. Basil Rajapaksa, bróðir forsetans og fyrrverandi fjármálaráðherra, ku einnig hafa flúið land og er sagður á leið til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Srí Lanka undanfarna daga, vegna gífurlegra efnahagsvandræða þar. Efnahagsvandræði Srí Lanka hafa að miklu leyti verið rakin til lélegrar efnahagsstjórnar stjórnvalda eyríkisins. Forsvarsmenn ríkisins hafa þó haldið því fram að faraldri kórónuveirunnar og tilheyrandi fækkun ferðamanna sé um að kenna. Táragasi var skotið að mótmælendum í dag.AP/ Photo/Rafiq Maqbool Mótmælendur hafa krafist nýrrar ríkisstjórnar. Wickremesinghe hefur sagt að hann muni ekki segja af sér fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þúsundir mótmælenda ruddu sér leið inn á skrifstofur forsætisráðuneytisins í morgun. Í fyrstu skutu lögregluþjónar táragasi að mótmælendum en að endingu virtust þeir gefast upp, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við munum elda hérna, borða hérna og búa hérna. Við verðum hér þar til hann [Wickremesinghe] segir af sér,“ sagði einn mótmælenda í samtali við AP. Um helgina gerðu mótmælendur hið sama við forsetahöllina, eins og áður hefur komið fram. AP segir að síðan þá hafi þúsundir sótt forsetahöllina heim, stungið sér til sunds, lagt sig eða virt fyrir sér málverkin þar. Sjá einnig: Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Wckremesinghe segist hafa skipað sérstaka nefnd yfirmanna í lögreglunni og hernum og þeirra verk sé að tryggja frið í Srí Lanka. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, segist ekki ætla að segja af sér fyrr en búið er að mynda nýja ríkisstjórn.AP/Eranga Jayawardena Muni Rajapaksa segja af sér, eins og hann hefur sagst ætla að gera, segjast þingmenn ætla að kjósa nýjan forseta til að sitja út núverandi kjörtímabil, sem endar árið 2024. Sá forseti myndi þá skipa nýjan forsætisráðherra sem þingið þyrfti að samþykkja. Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20 Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Gotabaya Rajapaksa flúði eftir að mótmælendur tóku yfir forsetahöllina og er hann sagður hafa tekið eiginkonu sína, tvo lífverði og herflugvél til Maldíveyja. Rajapaksa hefur heitið því að segja af sér embætti í dag en fjölskylda hans hefur stjórnað landinu síðustu tvo áratugi. Samkvæmt BBC ætlar forsetinn ekki að halda kyrru fyrir í Maldíveyjum heldur er hann sagður ætla að ferðast til annars ríkis og er talið mögulegt að hann sé á leið til Singapúr eða Dúbaí. Basil Rajapaksa, bróðir forsetans og fyrrverandi fjármálaráðherra, ku einnig hafa flúið land og er sagður á leið til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Srí Lanka undanfarna daga, vegna gífurlegra efnahagsvandræða þar. Efnahagsvandræði Srí Lanka hafa að miklu leyti verið rakin til lélegrar efnahagsstjórnar stjórnvalda eyríkisins. Forsvarsmenn ríkisins hafa þó haldið því fram að faraldri kórónuveirunnar og tilheyrandi fækkun ferðamanna sé um að kenna. Táragasi var skotið að mótmælendum í dag.AP/ Photo/Rafiq Maqbool Mótmælendur hafa krafist nýrrar ríkisstjórnar. Wickremesinghe hefur sagt að hann muni ekki segja af sér fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þúsundir mótmælenda ruddu sér leið inn á skrifstofur forsætisráðuneytisins í morgun. Í fyrstu skutu lögregluþjónar táragasi að mótmælendum en að endingu virtust þeir gefast upp, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við munum elda hérna, borða hérna og búa hérna. Við verðum hér þar til hann [Wickremesinghe] segir af sér,“ sagði einn mótmælenda í samtali við AP. Um helgina gerðu mótmælendur hið sama við forsetahöllina, eins og áður hefur komið fram. AP segir að síðan þá hafi þúsundir sótt forsetahöllina heim, stungið sér til sunds, lagt sig eða virt fyrir sér málverkin þar. Sjá einnig: Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Wckremesinghe segist hafa skipað sérstaka nefnd yfirmanna í lögreglunni og hernum og þeirra verk sé að tryggja frið í Srí Lanka. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, segist ekki ætla að segja af sér fyrr en búið er að mynda nýja ríkisstjórn.AP/Eranga Jayawardena Muni Rajapaksa segja af sér, eins og hann hefur sagst ætla að gera, segjast þingmenn ætla að kjósa nýjan forseta til að sitja út núverandi kjörtímabil, sem endar árið 2024. Sá forseti myndi þá skipa nýjan forsætisráðherra sem þingið þyrfti að samþykkja.
Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20 Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42
Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20
Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49