Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 07:48 Musk þykir hið mesta ólíkindatól. epa/Britta Pedersen Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. Í kæru Twitter segir að Musk, sem er ríkasti maður heims, hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Musk er sakaður um fjölmörg brot á samkomulaginu við Twitter, sem eru sögð hafa varpað skugga á fyrirtækið og starfsemi þess. Þá tísti Bret Taylor að fyrirtækið vildi draga Musk til ábyrgðar. „Oh kaldhæðnin lol,“ tísti Musk. Filing here: https://t.co/v3DytG4Cv1 https://t.co/mjbmm6tTMk— Bret Taylor (@btaylor) July 12, 2022 Oh the irony lol— Elon Musk (@elonmusk) July 12, 2022 Í kæru Twitter segir að Musk hafi gengið frá samningum þar sem það þjónaði ekki lengur persónulegum hagsmunum hans. Þá er þess getið að eftir að samningum var náð hafi virði bréfa á markaði fallið, meðal annars í Tesla sem er í eigu Musk. „Virði hlutar Musk í Tesla, kjölfestu persónulegra auðæfa hans, hefur dregist saman um meira en 100 milljarða frá því það var hæst í nóvember 2021. Þannig að Musk vill losna,“ segir í kærunni. Musk vilji láta hluthafa Twitter bera skaðann, í stað þess að axla sjálfur ábyrgð. Musk hefur sakað Twitter um að hafa ekki látið sig fá allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið. Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í kæru Twitter segir að Musk, sem er ríkasti maður heims, hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Musk er sakaður um fjölmörg brot á samkomulaginu við Twitter, sem eru sögð hafa varpað skugga á fyrirtækið og starfsemi þess. Þá tísti Bret Taylor að fyrirtækið vildi draga Musk til ábyrgðar. „Oh kaldhæðnin lol,“ tísti Musk. Filing here: https://t.co/v3DytG4Cv1 https://t.co/mjbmm6tTMk— Bret Taylor (@btaylor) July 12, 2022 Oh the irony lol— Elon Musk (@elonmusk) July 12, 2022 Í kæru Twitter segir að Musk hafi gengið frá samningum þar sem það þjónaði ekki lengur persónulegum hagsmunum hans. Þá er þess getið að eftir að samningum var náð hafi virði bréfa á markaði fallið, meðal annars í Tesla sem er í eigu Musk. „Virði hlutar Musk í Tesla, kjölfestu persónulegra auðæfa hans, hefur dregist saman um meira en 100 milljarða frá því það var hæst í nóvember 2021. Þannig að Musk vill losna,“ segir í kærunni. Musk vilji láta hluthafa Twitter bera skaðann, í stað þess að axla sjálfur ábyrgð. Musk hefur sakað Twitter um að hafa ekki látið sig fá allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið.
Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira