Kraumandi fordómar gegn hinsegin fólki komnir upp á yfirborðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 13:58 Íris Ellenberger segir fordóma gegn hinsegin fólki sem áður kraumuðu undir niðri séu nú komna upp á yfirborðið. Bylgjan Íris Ellenberger, dósent í samfélagsgreinum við Háskóla Íslands, segir ákveðið bakslag hafa orðið í réttindum hinsegin fólks. Fjandsamleg orðræða gagnvart hinsegin fólki sé orðin opinberlega viðurkennd. Hún segir að við þurfum sífellt að vera á varðbergi og halda samtalinu virku. Undanfarið hafa borist fréttir af ofbeldi og fordómum gegn hinseginfólki, nú síðast fyrir helgi var gelt á tvo menn fyrir að vera samkynhneigðir. Af því tilefni kom Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, í Bítið til að ræða um réttindi hinsegin fólks og það bakslag sem hefur orðið nýlega. Hún segir að réttindi og staða hinsegin fólks séu langt frá því að vera komin nægilega langt. Sú vitneskja hafi verið til innan hinsegin samfélagsins í langan tíma en nú væri ýmislegt að komast í fréttir og brjóta sér leið upp á yfirborðið. Kraumandi fordómar komi nú upp á yfirborðið Aðspurð hvaðan núverandi bakslag komi segir Íris að þetta séu tilfinningar og fordómar sem hafi verið kraumandi undir niðri en ekki fundið sér leið upp á yfirborðið. Á Íslandi og víða annars staðar sé hins vegar sveifla í gangi sem sé fjandsamleg minnihlutahópum og þeir eigi nú í vök að verjast. „Við sjáum þetta í Norður Ameríku og í Bretlandi þar sem er hatrömm anti-trans-sveifla þar sem trans fólk verður fyrir miklum fordómum,“ segir Íris Hún segir að við sjáum þetta líka Íslandi þar sem sé verið að tala fjandsamlega um trans fólk á Alþingi og það sé verið að skrifa transfóbískar greinar í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir þessu telur Íris tengjast því að trans fólk sé orðið meira áberandi og það sé að hrista upp í hlutum sem fólk hélt að væru viðteknir og ógna valdastrúktúrnum. Ungt fólk endurspegli samfélag sitt Þá hefur Íris áhyggjur af því að fjandsamleg orðræða í garð hinsegin fólks sé orðin viðurkennd. Áður hafi slíkar skoðanir kraumað undir niðri en þá var ekki í boði að segja frá því upphátt. Núna þegar þingmenn séu farnir að viðhafa orðræðu sem er fjandsamleg og fjölmiðlar deila henni þá verði hún samþykkt í samfélaginu. Aðspurð hvar við séum að klikka þegar kemur að unga fólkinu segir Íris að unga fólkið endurspegli samfélagið sitt og núverandi bakslag sé vísbending um að hinsegin fólk standi halloka í samfélaginu almennt. Lengi vel hafi mantran um fordóma fólks verið að það hafi verið línuleg þróun til betri vegar. Rannsóknir sem hafi verið gerðar á þessu í bæði hérlendis og erlendis sýni fram á að það sé ekkert gefið að yngra fólk sé frjálslyndra en kynslóðirnar þar á undan. „Þetta er eitthvað sem gengur í bylgjum og eitthvað sem við þurfum að leggja rækt við. Þetta verður aldrei komið heldur er eitthvað sem við þurfum að vinna stanslaust. Aðspurð hvort þetta sé endilega það skref afturábak enis og margir telja segir Íris að þetta sé skref aftur á bak að því leyti að ýmsir fordómar séu orðnir viðteknari og breiðari farvegur kominn fyrir þá. Þetta sýni okkur að við þurfum að vera á varðbergi og að við þurfum að eiga þetta samtal sem við eigum núna, aftur og aftur og aftur. Hinsegin Tengdar fréttir Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ 4. júlí 2022 10:23 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af ofbeldi og fordómum gegn hinseginfólki, nú síðast fyrir helgi var gelt á tvo menn fyrir að vera samkynhneigðir. Af því tilefni kom Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, í Bítið til að ræða um réttindi hinsegin fólks og það bakslag sem hefur orðið nýlega. Hún segir að réttindi og staða hinsegin fólks séu langt frá því að vera komin nægilega langt. Sú vitneskja hafi verið til innan hinsegin samfélagsins í langan tíma en nú væri ýmislegt að komast í fréttir og brjóta sér leið upp á yfirborðið. Kraumandi fordómar komi nú upp á yfirborðið Aðspurð hvaðan núverandi bakslag komi segir Íris að þetta séu tilfinningar og fordómar sem hafi verið kraumandi undir niðri en ekki fundið sér leið upp á yfirborðið. Á Íslandi og víða annars staðar sé hins vegar sveifla í gangi sem sé fjandsamleg minnihlutahópum og þeir eigi nú í vök að verjast. „Við sjáum þetta í Norður Ameríku og í Bretlandi þar sem er hatrömm anti-trans-sveifla þar sem trans fólk verður fyrir miklum fordómum,“ segir Íris Hún segir að við sjáum þetta líka Íslandi þar sem sé verið að tala fjandsamlega um trans fólk á Alþingi og það sé verið að skrifa transfóbískar greinar í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir þessu telur Íris tengjast því að trans fólk sé orðið meira áberandi og það sé að hrista upp í hlutum sem fólk hélt að væru viðteknir og ógna valdastrúktúrnum. Ungt fólk endurspegli samfélag sitt Þá hefur Íris áhyggjur af því að fjandsamleg orðræða í garð hinsegin fólks sé orðin viðurkennd. Áður hafi slíkar skoðanir kraumað undir niðri en þá var ekki í boði að segja frá því upphátt. Núna þegar þingmenn séu farnir að viðhafa orðræðu sem er fjandsamleg og fjölmiðlar deila henni þá verði hún samþykkt í samfélaginu. Aðspurð hvar við séum að klikka þegar kemur að unga fólkinu segir Íris að unga fólkið endurspegli samfélagið sitt og núverandi bakslag sé vísbending um að hinsegin fólk standi halloka í samfélaginu almennt. Lengi vel hafi mantran um fordóma fólks verið að það hafi verið línuleg þróun til betri vegar. Rannsóknir sem hafi verið gerðar á þessu í bæði hérlendis og erlendis sýni fram á að það sé ekkert gefið að yngra fólk sé frjálslyndra en kynslóðirnar þar á undan. „Þetta er eitthvað sem gengur í bylgjum og eitthvað sem við þurfum að leggja rækt við. Þetta verður aldrei komið heldur er eitthvað sem við þurfum að vinna stanslaust. Aðspurð hvort þetta sé endilega það skref afturábak enis og margir telja segir Íris að þetta sé skref aftur á bak að því leyti að ýmsir fordómar séu orðnir viðteknari og breiðari farvegur kominn fyrir þá. Þetta sýni okkur að við þurfum að vera á varðbergi og að við þurfum að eiga þetta samtal sem við eigum núna, aftur og aftur og aftur.
Hinsegin Tengdar fréttir Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ 4. júlí 2022 10:23 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ 4. júlí 2022 10:23