Spriklandi hressir og kátir Grundfirðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2022 20:04 Rut og Ágústa, sem eru með leikfimina hjá eldri borgurum og sjá um að halda uppi stuði í tímunum og sjá til þess að þátttakendur geri æfingarnar rétt og hafi gaman af þeim. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar í Grundarfirði slá ekki slöku við því þeir koma saman nokkrum sinnum í viku í íþróttahúsinu á staðnum til að hreyfa sig og gera fjölbreyttar leikfimisæfingar í þeim tilgangi að styrkja sál og líkama. Heilsuefling eldri borgara er eitt af þeim flottu verkefnum, sem eru í gangi í Grundarfirði þar sem íbúar á besta aldri fá leiðsögn frá frábærum kennurum hvernig best sé að styrkja líkamann og ekki síður sálina, því það er oft mjög glatt á hjalla í þessum tímum. „Við erum að æfa tvisvar í viku hér í íþróttahúsinu og tvisvar í viku niðri í líkamsræktinni, fjórum sinnum í viku allt árið,“ segir Rut Rúnarsdóttir, einkaþjálfari. Og Ágústa Einarsdóttir, sem er líka einkaþjálfari bætir við. „Það er mikil gleði í hópnum og þau eru að gefa okkur mikla gleði og svo erum við að reyna líka að gleðja þau til baka.“ „Þetta er skemmtun fyrst og fremst og maður verður svona aðeins hressari, svona líkamlega og andlega,“ segir Ólafur Guðmundsson. eldri borgari. Ólafur segir leikfimina hressa sig líkamlega og andlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er hopp og hí og gaman, félagsskapurinn er góður. Já, það er líka alltaf mikil og góð stemming hérna. Alltaf, yndislegar þessar stúlkur, sem eru með okkur hérna, stórkostlegar,“ segir Runólfur Guðmundsson, eldri borgari. Runólfur finnur sig vel í leikfiminni og hrósar leiðbeinendunum í hástert fyrir þeirra framlag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum dálítið fimar, sérðu það ekki, það er auðséð langar leiðir“, segir Jónína Kristjánsdóttir, eldri borgari og skellihlær. Jónína Kristjánsdóttir (t.v.) og Hulda Vilmundardóttir segjast vera mjög fimar eftir alla leikfimina enda standa þær sig afbragðs vel eins og allir aðrir í tímunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum bæði jákvæð og bjartsýn hérna í Grundarfirði,“ segir Hulda Vilmundardóttir, eldri borgari alsæl með leikfimina og að búa í Grundarfirði. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir leikfimina hjá þeim Rut og Ágúst frábæra og gefa eldri borgurum í Grundarfirði mikið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Heilsuefling eldri borgara er eitt af þeim flottu verkefnum, sem eru í gangi í Grundarfirði þar sem íbúar á besta aldri fá leiðsögn frá frábærum kennurum hvernig best sé að styrkja líkamann og ekki síður sálina, því það er oft mjög glatt á hjalla í þessum tímum. „Við erum að æfa tvisvar í viku hér í íþróttahúsinu og tvisvar í viku niðri í líkamsræktinni, fjórum sinnum í viku allt árið,“ segir Rut Rúnarsdóttir, einkaþjálfari. Og Ágústa Einarsdóttir, sem er líka einkaþjálfari bætir við. „Það er mikil gleði í hópnum og þau eru að gefa okkur mikla gleði og svo erum við að reyna líka að gleðja þau til baka.“ „Þetta er skemmtun fyrst og fremst og maður verður svona aðeins hressari, svona líkamlega og andlega,“ segir Ólafur Guðmundsson. eldri borgari. Ólafur segir leikfimina hressa sig líkamlega og andlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er hopp og hí og gaman, félagsskapurinn er góður. Já, það er líka alltaf mikil og góð stemming hérna. Alltaf, yndislegar þessar stúlkur, sem eru með okkur hérna, stórkostlegar,“ segir Runólfur Guðmundsson, eldri borgari. Runólfur finnur sig vel í leikfiminni og hrósar leiðbeinendunum í hástert fyrir þeirra framlag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum dálítið fimar, sérðu það ekki, það er auðséð langar leiðir“, segir Jónína Kristjánsdóttir, eldri borgari og skellihlær. Jónína Kristjánsdóttir (t.v.) og Hulda Vilmundardóttir segjast vera mjög fimar eftir alla leikfimina enda standa þær sig afbragðs vel eins og allir aðrir í tímunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum bæði jákvæð og bjartsýn hérna í Grundarfirði,“ segir Hulda Vilmundardóttir, eldri borgari alsæl með leikfimina og að búa í Grundarfirði. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir leikfimina hjá þeim Rut og Ágúst frábæra og gefa eldri borgurum í Grundarfirði mikið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira