Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 11. júlí 2022 17:22 Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir söluna til Síldarvinnslunnar efla starfsemi fyrirtækisins til muna. Vísir/Arnar Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, sagði kaup Síldarvinnslunnar á Vísi vera beint framhald af stefnumörkun fyrirtækisins undanfarin ár. Með kaupunum sé verið að tvöfalda bolfiskshluta félagsins og fyrirtækin telji sig getað spilað betur út úr þessum heimildum sameiginlega en í hvort í sínu lagi. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði söluna á Vísi áður hafa legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. Hann trúir því að þær forsendur sem séu að baki tryggi veru fyrirtækisins. Hann segir að það sé eins í þessum rekstri og öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Dansa á línu kvótaviðmiða Fréttamaður Vísis talaði við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar, í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. „Er ekki hætta á að þið farið yfir svokölluð kvótaviðmið sem hafa verið gefin út?“ spurði fréttamaður Gunnþór. „Eins og kom fram í tilkynningunni sem við sendum frá okkur þá er ákveðið útlit á því að við gætum verið að dansa sitthvorum megin við þetta viðmið, sem er tólf prósent. Auðvitað er það háð miklum sveiflum í útgáfu aflaheimilda,“ sagði Gunnþór við þeirri spurningu. Þá bætti hann við að Síldarvinnslan væri til dæmis mjög stór í uppsjávarheimildum sem sveifluðust mikið og síðustu tvö af fjórum árum hafi engum loðnukvóta verið úthlutað. „En að sjálfsögðu erum við meðvituð um þetta og munum aðlaga heimildir félagsins að þeim ramma sem okkur er sniðinn,“ sagði Gunnþór. „Hvað þýðir að aðlaga ykkar heimildir? Eruð þið að fara að selja einhverjar heimildir frá ykkur?“ „Við gætum þurft að losa einhverjar heimildir út úr samstæðunni,“ sagði Gunnþór aðspurður hvað þýddi að aðlaga heimildir. En það væri hægt að aðlaga sig með fleiri en einum hætti. Trúa því að salan sé besta ákvörðunin fyrir Vísi Fréttamaður talaði við Pétur Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis, um söluna. Aðspurður hvers vegna Vísir var seldur til Síldarvinnslunnar sagði Pétur að ákvörðun um söluna hafi áður legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. „Það er samkomulag um vinnubrögð næstu fimm árin. Við trúum því einfaldlega að þessar forsendur sem hér eru að baki tryggi veru fyrirtækisins hér með okkar starfsfólki,“ sagði Pétur aðspurður hvort það væri einhver trygging fyrir því að starfsemin yrði áfram í Grindavík. „Þetta er eiginlega að snúast við. Áður var fyrirtækið alltaf að skammta fólki vinnu en nú er það fólk sem skaffar fyrirtækjum afl,“ bætti hann við og sagðist bjartsýnn og trúa því að þetta væri besta leiðin fyrir fyrirtækið. „Má segja að með þessari sölu sé kvótinn að fara milli kynslóða?“ spurði fréttamaður þá. „Ég held að það sé í þessum rekstri eins og öllum öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Stærsti hlutinn af þessu lausafé sem við fáum greitt fer í ríkissjóð,“ sagði Pétur aðspurður hvort kvótinn væri að fara á milli kynslóða með sölunni. Ástæðan fyrir því að þau systkinin tóku 70 prósent greiðslunnar í hlutabréfum sagði Pétur að öll eign þeirra færi úr því að vera eign í Vísi yfir í að vera eign í Síldarvinnslunni. Peningarnir sem þau fengju nægðu svo fyrir þeim skattgreiðslum sem þyrfti að inna af hendi við svona kynslóðaskipti og gjörninga. Aðspurður út í áhyggjur fólks af aukinni samþjöppun í ljósi sögunnar segir Páll að þó að það séu búnar að vera miklar breytingar á sjávarútvegi sé engin önnur atvinnugrein sem komist með tærnar nálægt hælunum á sjávarútveginum í dreifingu um landið og í fjölda fyrirtækja. Sjávarútvegur Fiskur Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, sagði kaup Síldarvinnslunnar á Vísi vera beint framhald af stefnumörkun fyrirtækisins undanfarin ár. Með kaupunum sé verið að tvöfalda bolfiskshluta félagsins og fyrirtækin telji sig getað spilað betur út úr þessum heimildum sameiginlega en í hvort í sínu lagi. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði söluna á Vísi áður hafa legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. Hann trúir því að þær forsendur sem séu að baki tryggi veru fyrirtækisins. Hann segir að það sé eins í þessum rekstri og öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Dansa á línu kvótaviðmiða Fréttamaður Vísis talaði við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar, í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. „Er ekki hætta á að þið farið yfir svokölluð kvótaviðmið sem hafa verið gefin út?“ spurði fréttamaður Gunnþór. „Eins og kom fram í tilkynningunni sem við sendum frá okkur þá er ákveðið útlit á því að við gætum verið að dansa sitthvorum megin við þetta viðmið, sem er tólf prósent. Auðvitað er það háð miklum sveiflum í útgáfu aflaheimilda,“ sagði Gunnþór við þeirri spurningu. Þá bætti hann við að Síldarvinnslan væri til dæmis mjög stór í uppsjávarheimildum sem sveifluðust mikið og síðustu tvö af fjórum árum hafi engum loðnukvóta verið úthlutað. „En að sjálfsögðu erum við meðvituð um þetta og munum aðlaga heimildir félagsins að þeim ramma sem okkur er sniðinn,“ sagði Gunnþór. „Hvað þýðir að aðlaga ykkar heimildir? Eruð þið að fara að selja einhverjar heimildir frá ykkur?“ „Við gætum þurft að losa einhverjar heimildir út úr samstæðunni,“ sagði Gunnþór aðspurður hvað þýddi að aðlaga heimildir. En það væri hægt að aðlaga sig með fleiri en einum hætti. Trúa því að salan sé besta ákvörðunin fyrir Vísi Fréttamaður talaði við Pétur Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis, um söluna. Aðspurður hvers vegna Vísir var seldur til Síldarvinnslunnar sagði Pétur að ákvörðun um söluna hafi áður legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. „Það er samkomulag um vinnubrögð næstu fimm árin. Við trúum því einfaldlega að þessar forsendur sem hér eru að baki tryggi veru fyrirtækisins hér með okkar starfsfólki,“ sagði Pétur aðspurður hvort það væri einhver trygging fyrir því að starfsemin yrði áfram í Grindavík. „Þetta er eiginlega að snúast við. Áður var fyrirtækið alltaf að skammta fólki vinnu en nú er það fólk sem skaffar fyrirtækjum afl,“ bætti hann við og sagðist bjartsýnn og trúa því að þetta væri besta leiðin fyrir fyrirtækið. „Má segja að með þessari sölu sé kvótinn að fara milli kynslóða?“ spurði fréttamaður þá. „Ég held að það sé í þessum rekstri eins og öllum öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Stærsti hlutinn af þessu lausafé sem við fáum greitt fer í ríkissjóð,“ sagði Pétur aðspurður hvort kvótinn væri að fara á milli kynslóða með sölunni. Ástæðan fyrir því að þau systkinin tóku 70 prósent greiðslunnar í hlutabréfum sagði Pétur að öll eign þeirra færi úr því að vera eign í Vísi yfir í að vera eign í Síldarvinnslunni. Peningarnir sem þau fengju nægðu svo fyrir þeim skattgreiðslum sem þyrfti að inna af hendi við svona kynslóðaskipti og gjörninga. Aðspurður út í áhyggjur fólks af aukinni samþjöppun í ljósi sögunnar segir Páll að þó að það séu búnar að vera miklar breytingar á sjávarútvegi sé engin önnur atvinnugrein sem komist með tærnar nálægt hælunum á sjávarútveginum í dreifingu um landið og í fjölda fyrirtækja.
Sjávarútvegur Fiskur Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17