Vildi vera krúttlegur teppalistamaður en endaði sem stríðsljósmyndari Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 14:31 Óskar Hallgrímsson hefur venjulega rætt við fjölmiðlafólk með aðstoð fjarfundabúnaðar en í morgun mætti hann í Bylgjuhljóðverið. Bylgjan Óskar Hallgrímsson segist lifa tvöföldu lífi, annars vegar búi hann til krúttleg teppalistaverk ásamt eiginkonu sinni og hins vegar sé hann ljósmyndari á stríðshrjáðu svæði. „Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
„Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira