Takmarka eigi lausagöngu katta til að hlífa fuglum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2022 13:31 Þrastarungar eru sérstaklega berkjaldaðir fyrir köttum og öðrum rándýrum af því þeir skríða ófleygir úr hreiðrum sínum Samsett/Getty/Aðsent/ Varptími smáfugla stendur yfir þessa dagana og bendir Fuglavernd kattaeigendum því á að halda köttum sínum inni á næturnar. Undanfarin ár hefur dýravinur í Vesturbæ vakið athygli á fuglaveiðum katta í nær árlegri færslu á Facebook. Hún segir kattaeigendur í nágrenninu orðna meðvitaðri um ábyrgðarhlutverk sitt af því í ár hafi ungar komist á legg í fyrsta skipti í hverfinu. Sólrún María Reginsdóttir, dýravinur, hefur frá árinu 2019 birt þrjár færslur á Vesturbæjargrúppuna á Facebook þar sem hún hvetur íbúa Vesturbæjar til að halda köttum sínum inni á meðan á varptíma fugla stendur. Ástæðan fyrir því er að hún hefur árlega horft upp á ketti hverfisins drepa þrastarunga um leið og þeir skríða úr hreiðrum sínum. Sólrún segist ekki vera að kalla eftir neinu allsherjarbanni á lausagöngu katta. En henni finnst það samt vera ábyrgðarhlutverk eiganda að takmarka útiveru katta á meðan varp smáfugla stendur yfir, þó það sé ekki nema í nokkra tíma á dag. Fuglavernd hefur einnig hvatt kattaeigendur til að standa vörð um öryggi villtra fugla. Þau hvetja eigendur katta til að stýra útivistartíma katta, að setja fuglakraga eða bjöllu á ketti sína, passa að kettirnir fái nóg að borða heima fyrir og að kettirnir séu geldi ef þeir eru útikettir. Kettir hverfisins sópist að fuglshreiðrunum Sólrún María Reginsdóttir setti færslu á Facebook í gær þar sem hún minnti kattaeigendur á að fuglavarp smáfugla standi yfir og að það væri áríðandi að halda köttum inni í meiri mæli en á veturna þar sem þeir séu valdir að miklu affalli spörfugla. Að auki skrifaði hún að það væri þrastarpar á Bræðraborgarstíg sem gengi illa að koma upp ungum og setti mynd af dauðum þrastarunga með í færsluna. Fyrir fimm árum segir Sólrún að í einu hreiðrinu hafi einungis einn ungi af sextán komist á legg vegna veiða katta.Aðsent Færslan er sú þriðja á fjórum árum sem Sólrún birtir á Vesturbæjarsíðunni um þessi mál. Fuglavarp þrasta og ógnin sem því stendur af lausagöngu katta er henni því greinilega hjartans mál. Blaðamaður Vísis hafði samband við Sólrúnu í kjölfarið til að forvitnast út í baráttu hennar fyrir að fuglavarp þrastanna fái að vera óáreitt. „Ég elska öll dýr, sama hvort það eru kettir eða önnur dýr. En ég elska þessa fugla, þekki hljóðin í þeim og ég og börnin mín höfum mjög gaman af því að fylgjast með ungunum vaxa og dafna,“ sagði Sólrún aðspurð út í baráttu sína. Hún segist hafa byrjað að pæla í þessum málum þegar það verptu þrestir við húsið hennar. Í kjölfarið sópuðust allir kettir hverfisins að húsinu, þar af fullt af köttum sem hún hafði aldrei séð áður og drápu ungana strax. Ungarnir séu auðvitað berskjaldaðir þar sem þeir fara ófleygir úr hreiðrum sínum. Takmörkuð lausagangan hafi skilað árangri „Ég er ekkert að kalla eftir neinu allsherjarbanni á ketti,“ segir Sólrún um lausagöngu katta og bætir við að sér þyki gaman að hafa ketti í hverfinu. Hins vegar sé það líka ábyrgðarhluti að eiga ketti. En hún segir kattaeigendur sem hún hefur talað við í nágrenninu líka hafa tekið vel í þessar ábendingar sínar. Það sjáist best í því hvað margir þrastarungar komust á legg í hreiðri í nágrenninu í ár miðað við fyrri ár. Fyrst þegar hún byrjaði að spá sérstaklega í fuglavarpi þrastanna fyrir um fimm árum hafi aðeins einn ungi af sextán komist upp í sama hreiðri. Fyrir þremur árum hafi hún síðan birt fyrstu færsluna í Vestubæjarhópnum og þá fannst henni fólk taka við sér. Í ár sé það hins vegar í fyrsta skiptið sem Sólrún sér unga komast almennilega upp af því fólkið í götunni hennar og samliggjandi görðum hefur haldið köttum sínum meira inni. Aðgerðirnar virðist því skila árangri í nágrenni við hana. Kannski ákall hennar skili árangri víðar í hverfinu. Kattaeigendur hvattir til að standa vörð um velferð fugla Fuglavernd birti í maí ákall til kattaeigenda þar sem þau hvetja þá til að standa vörð um öryggi og velferð fugla á varptímum. Þau segja enn fremur að veiðar katta séu á ábyrgð manna þar sem kettir voru fluttir til Íslands af mönnum. Veiðar katta séu þess vegna „einn af fjölmörgum þáttum í nútímasamfélagi manna sem hefur neikvæð áhrif á fuglalíf og bætast ofan á neikvæð áhrif vegna búsvæðaeyðingar, loftslagsbreytinga, mengunar og ósjálfbærra veiða.“ Meðal aðgerða sem Fuglavernd leggur til er að takmarka lausagöngu katta, setja á þá hjálpartæki og passa að þeir fái nóg að borða heima við.Vísir/Vilhelm Til að hjálpa eigendum að draga úr eða hindra veiðar katta sinna leggur Fuglavernd til fjögur ráð. Í fyrsta lagi að stýra útivistartíma katta, halda þeim inni eins mikið og hægt er, að minnsta kosti frá 17 á kvöldin til 9 á morgnanna. Í öðru lagi séu hjálpartæki mjög hentug til að draga úr veiðum, fuglakragar, fuglasvuntur og bjöllur séu gagnleg tæki. Í þriðja lagi sé mikilvægt að sjá til þess að kettir fái góða örvun og fæðugjafir heima við af því þá sé ólíklegra að þeir veiði úti. Að lokum eigi að gelda köttinn fái hann að vera úti, geldir kettir fari yfir minna svæði og hafi minni áhuga á veiðum. Kettir Fuglar Gæludýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Sólrún María Reginsdóttir, dýravinur, hefur frá árinu 2019 birt þrjár færslur á Vesturbæjargrúppuna á Facebook þar sem hún hvetur íbúa Vesturbæjar til að halda köttum sínum inni á meðan á varptíma fugla stendur. Ástæðan fyrir því er að hún hefur árlega horft upp á ketti hverfisins drepa þrastarunga um leið og þeir skríða úr hreiðrum sínum. Sólrún segist ekki vera að kalla eftir neinu allsherjarbanni á lausagöngu katta. En henni finnst það samt vera ábyrgðarhlutverk eiganda að takmarka útiveru katta á meðan varp smáfugla stendur yfir, þó það sé ekki nema í nokkra tíma á dag. Fuglavernd hefur einnig hvatt kattaeigendur til að standa vörð um öryggi villtra fugla. Þau hvetja eigendur katta til að stýra útivistartíma katta, að setja fuglakraga eða bjöllu á ketti sína, passa að kettirnir fái nóg að borða heima fyrir og að kettirnir séu geldi ef þeir eru útikettir. Kettir hverfisins sópist að fuglshreiðrunum Sólrún María Reginsdóttir setti færslu á Facebook í gær þar sem hún minnti kattaeigendur á að fuglavarp smáfugla standi yfir og að það væri áríðandi að halda köttum inni í meiri mæli en á veturna þar sem þeir séu valdir að miklu affalli spörfugla. Að auki skrifaði hún að það væri þrastarpar á Bræðraborgarstíg sem gengi illa að koma upp ungum og setti mynd af dauðum þrastarunga með í færsluna. Fyrir fimm árum segir Sólrún að í einu hreiðrinu hafi einungis einn ungi af sextán komist á legg vegna veiða katta.Aðsent Færslan er sú þriðja á fjórum árum sem Sólrún birtir á Vesturbæjarsíðunni um þessi mál. Fuglavarp þrasta og ógnin sem því stendur af lausagöngu katta er henni því greinilega hjartans mál. Blaðamaður Vísis hafði samband við Sólrúnu í kjölfarið til að forvitnast út í baráttu hennar fyrir að fuglavarp þrastanna fái að vera óáreitt. „Ég elska öll dýr, sama hvort það eru kettir eða önnur dýr. En ég elska þessa fugla, þekki hljóðin í þeim og ég og börnin mín höfum mjög gaman af því að fylgjast með ungunum vaxa og dafna,“ sagði Sólrún aðspurð út í baráttu sína. Hún segist hafa byrjað að pæla í þessum málum þegar það verptu þrestir við húsið hennar. Í kjölfarið sópuðust allir kettir hverfisins að húsinu, þar af fullt af köttum sem hún hafði aldrei séð áður og drápu ungana strax. Ungarnir séu auðvitað berskjaldaðir þar sem þeir fara ófleygir úr hreiðrum sínum. Takmörkuð lausagangan hafi skilað árangri „Ég er ekkert að kalla eftir neinu allsherjarbanni á ketti,“ segir Sólrún um lausagöngu katta og bætir við að sér þyki gaman að hafa ketti í hverfinu. Hins vegar sé það líka ábyrgðarhluti að eiga ketti. En hún segir kattaeigendur sem hún hefur talað við í nágrenninu líka hafa tekið vel í þessar ábendingar sínar. Það sjáist best í því hvað margir þrastarungar komust á legg í hreiðri í nágrenninu í ár miðað við fyrri ár. Fyrst þegar hún byrjaði að spá sérstaklega í fuglavarpi þrastanna fyrir um fimm árum hafi aðeins einn ungi af sextán komist upp í sama hreiðri. Fyrir þremur árum hafi hún síðan birt fyrstu færsluna í Vestubæjarhópnum og þá fannst henni fólk taka við sér. Í ár sé það hins vegar í fyrsta skiptið sem Sólrún sér unga komast almennilega upp af því fólkið í götunni hennar og samliggjandi görðum hefur haldið köttum sínum meira inni. Aðgerðirnar virðist því skila árangri í nágrenni við hana. Kannski ákall hennar skili árangri víðar í hverfinu. Kattaeigendur hvattir til að standa vörð um velferð fugla Fuglavernd birti í maí ákall til kattaeigenda þar sem þau hvetja þá til að standa vörð um öryggi og velferð fugla á varptímum. Þau segja enn fremur að veiðar katta séu á ábyrgð manna þar sem kettir voru fluttir til Íslands af mönnum. Veiðar katta séu þess vegna „einn af fjölmörgum þáttum í nútímasamfélagi manna sem hefur neikvæð áhrif á fuglalíf og bætast ofan á neikvæð áhrif vegna búsvæðaeyðingar, loftslagsbreytinga, mengunar og ósjálfbærra veiða.“ Meðal aðgerða sem Fuglavernd leggur til er að takmarka lausagöngu katta, setja á þá hjálpartæki og passa að þeir fái nóg að borða heima við.Vísir/Vilhelm Til að hjálpa eigendum að draga úr eða hindra veiðar katta sinna leggur Fuglavernd til fjögur ráð. Í fyrsta lagi að stýra útivistartíma katta, halda þeim inni eins mikið og hægt er, að minnsta kosti frá 17 á kvöldin til 9 á morgnanna. Í öðru lagi séu hjálpartæki mjög hentug til að draga úr veiðum, fuglakragar, fuglasvuntur og bjöllur séu gagnleg tæki. Í þriðja lagi sé mikilvægt að sjá til þess að kettir fái góða örvun og fæðugjafir heima við af því þá sé ólíklegra að þeir veiði úti. Að lokum eigi að gelda köttinn fái hann að vera úti, geldir kettir fari yfir minna svæði og hafi minni áhuga á veiðum.
Kettir Fuglar Gæludýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira