Aðeins tvær þjóðir skotglaðari en okkar stelpur í fyrstu umferðinni á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2022 11:30 Sveindís Jane Jónsdóttir reynir skot í leiknum á móti Belgum. Vísir/Vilhelm Öll liðin hafa nú leikið einn leik á Evrópumótinu í Englandi en Ísland er með eitt stig eftir jafntefli við Belgíu í Manchester í gær. Það vantaði ekki skotin, færin og hálffærin hjá íslenska liðinu í leiknum og þegar tölfræði allra liðanna í Evrópumótinu til þessa er borin saman sést hversu duglegar þær íslensku voru að láta skotin dynja á Belgum. Það voru í raun bara tvær þjóðir, Spánn og Þýskaland, sem reyndu fleiri skot í fyrstu umferðinni. Spánverjar voru í sérflokki með 32 skot í 4-1 sigri á móti Finnum en Þjóðverjar reyndu 22 skot í 4-0 sigri á Dönum. Bæði lið voru með mikla yfirburði í þessum leikjum en þau eru saman í B-riðlinum. Íslensku stelpurnar reyndu 21 skot í 1-1 jafnteflinu við Belga eða jafnmörg og Norðmenn gerðu í 4-1 sigri á Norður-Írlandi. Íslenska liðið náði þannig fimm fleiri skotum en Frakkar sem burstuðu Ítali 5-1 í okkar riðli. Það gerði líka enginn betur í því að vinna boltann en íslenska liðið en baráttuglaðar stelpurnar okkar unnu boltann 59 sinnum af Belgum í leiknum eða sjö fleiri en Belgar og átta fleiri en Svíar. Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru í efstu tveimur sætunum en Sif vann fjórtán bolta og Glódís þrettán. Íslenska liðið var líka í þriðja sæti í tæklingum með átján slíkar en Belgar voru með tuttugu og Hollendingar 26. Flest skot á mark í fyrstu umferð EM: 1. Spánn 32 2. Þýskaland 22 3. Ísland 21 3. Noregur 21 5. Frakkland 16 5. Portúgal 16 - Flestir unnur boltar í fyrstu umferð EM: 1. Ísland 59 2. Belgía 52 3. Svíþjóð 51 4. Portúgal 49 5. Sviss 48 5. Holland 48 - Flestar tæklingar í fyrstu umferð EM: 1. Holland 26 2. Belgía 20 3. Ísland 18 4. Portúgal 17 5. Ítalía 13 EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Það vantaði ekki skotin, færin og hálffærin hjá íslenska liðinu í leiknum og þegar tölfræði allra liðanna í Evrópumótinu til þessa er borin saman sést hversu duglegar þær íslensku voru að láta skotin dynja á Belgum. Það voru í raun bara tvær þjóðir, Spánn og Þýskaland, sem reyndu fleiri skot í fyrstu umferðinni. Spánverjar voru í sérflokki með 32 skot í 4-1 sigri á móti Finnum en Þjóðverjar reyndu 22 skot í 4-0 sigri á Dönum. Bæði lið voru með mikla yfirburði í þessum leikjum en þau eru saman í B-riðlinum. Íslensku stelpurnar reyndu 21 skot í 1-1 jafnteflinu við Belga eða jafnmörg og Norðmenn gerðu í 4-1 sigri á Norður-Írlandi. Íslenska liðið náði þannig fimm fleiri skotum en Frakkar sem burstuðu Ítali 5-1 í okkar riðli. Það gerði líka enginn betur í því að vinna boltann en íslenska liðið en baráttuglaðar stelpurnar okkar unnu boltann 59 sinnum af Belgum í leiknum eða sjö fleiri en Belgar og átta fleiri en Svíar. Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru í efstu tveimur sætunum en Sif vann fjórtán bolta og Glódís þrettán. Íslenska liðið var líka í þriðja sæti í tæklingum með átján slíkar en Belgar voru með tuttugu og Hollendingar 26. Flest skot á mark í fyrstu umferð EM: 1. Spánn 32 2. Þýskaland 22 3. Ísland 21 3. Noregur 21 5. Frakkland 16 5. Portúgal 16 - Flestir unnur boltar í fyrstu umferð EM: 1. Ísland 59 2. Belgía 52 3. Svíþjóð 51 4. Portúgal 49 5. Sviss 48 5. Holland 48 - Flestar tæklingar í fyrstu umferð EM: 1. Holland 26 2. Belgía 20 3. Ísland 18 4. Portúgal 17 5. Ítalía 13
Flest skot á mark í fyrstu umferð EM: 1. Spánn 32 2. Þýskaland 22 3. Ísland 21 3. Noregur 21 5. Frakkland 16 5. Portúgal 16 - Flestir unnur boltar í fyrstu umferð EM: 1. Ísland 59 2. Belgía 52 3. Svíþjóð 51 4. Portúgal 49 5. Sviss 48 5. Holland 48 - Flestar tæklingar í fyrstu umferð EM: 1. Holland 26 2. Belgía 20 3. Ísland 18 4. Portúgal 17 5. Ítalía 13
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira