„Það var bara mjög gaman að horfa á þær, mér fannst það allavega. Erfitt að vera ekki þannig séð af hluti af liðinu, á bekknum og þannig. Ég er samt mjög þakklát fyrir að hafa verið að hluti af hópnum fá að fara inn í klefa og allt það. Mér fannst við eiga meira skilið en eitt stig en við tökum því,“ sagði Cecilía Rán aðspurð hvernig það hefði verið að horfa á leik dagsins úr stúkunni.
„Maður varð smá meyr, það helltist yfir mig þakklæti fyrir að vera hluti af þessum ótrúlega hóp og allar þessar stelpur, við erum eins og fjölskylda. Bara ótrúlegt,“ sagði Cecilía Rán varðandi ákvörðun stelpnanna að taka treyju hennar með út á völl og sýna á liðsmynd sem tekin var fyrir leik.
Fer í aðgerð í vikunni
„Ég fer til Þýskalands á morgun og fer í aðgerðina á þriðjudaginn. Svo fer það eftir hvernig aðgerðin heppnast hvort ég fæ að fara til baka. Auðvitað vona ég það, að ég fái að fara til baka og vera hluti af þessu geggjaða liði.“
Viðtalið við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur má sjá í spilaranum hér að neðan.