„Tilfinningin var allan leikinn að við værum að fara að skora og vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 20:46 Sif Atladóttir í leik dagsins. Vísir/Vilhelm „Við hefðum viljað þrjú stig, en við virðum stigið við sterkt Belgalið,“ sagði Sif Atladóttir í leikslok eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu. „Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
„Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira