„Tilfinningin var allan leikinn að við værum að fara að skora og vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 20:46 Sif Atladóttir í leik dagsins. Vísir/Vilhelm „Við hefðum viljað þrjú stig, en við virðum stigið við sterkt Belgalið,“ sagði Sif Atladóttir í leikslok eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu. „Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
„Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira