Fótbolti

Katrín Jakobsdóttir leiddi göngu íslenska stuðningsfólksins á völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þurý B. Björgvinsdóttir fóru fyrir göngunni á völlinn.
Katrín Jakobsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þurý B. Björgvinsdóttir fóru fyrir göngunni á völlinn. Vísir/Vilhelm

Íslenska stuðningsfólkið gekk fylltu liði á Academy leikvanginn rétt áðan þar sem sem íslensku stelpurnar mæta Belgum í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins á EM í Englandi.

Stelpurnar okkar munu fá frábæran stuðning á leiknum í dag. Það var mjög fjölmennt á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester og hópurinn fór síðan allur sem einn yfir á keppnisvöllinn.

Með gleðina og góða skapið að vopni þá mun íslenska stuðningsfólkið vonandi kæfa þá belgísku með stuðningi sínum og jákvæðri orku. Stelpurnar þurfa á því að halda enda er alltaf svolítið aukastress í fyrsta leik.

Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir er líka mætt til Manchester og hún var á stuðningsmannasvæðinu. Katrín fór síðan fyrir göngunni á völlinn eins og sjá má hér á myndum Vilhelms Gunnarssonar fyrir ofan og neðan.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×