Formlegra niðurstaða þingkosninganna er ekki að vænta fyrr en á mánudag en samkvæmt útgönguspám ríkismiðilsins NHK munu Frjálslyndir demókrata og Komeito-flokkurinn halda meirihluta sínum á þinginu.
Margir höfðu spáð því að morðið á Shinzo Abe á aðfaranótt föstudags myndi gera það að verkum að Japanir kysu flokk hans í meira mæli en spáð hafði verið. Sú spá virðist ætla að rætast en miðað við útgöngu spár gæti flokkurinn hreppt 59 til 69 þingsæti, en 63 sæti þarf til að tryggja flokknum hreinan meirihluta í efri deild þingsins.
Flokkarnir áttu þó aldrei í hættu að missa völd í landinu enda ræðst samsetning ríkisstjórnar Japans af fjölda þingmanna í neðri deild þingsins, sem fer með meiri völd, þetta segir í frétt Reuters um málið.