Ekki langt í ofbeldið þegar fólk leyfir sér að sýna fordómana á götum úti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2022 12:25 Tótla er fræðslustýra Samtakanna '78. Hún segir bakslag hafa orðið í baráttunni við fordóma í garð hinsegin fólks. Samsett Fræðslustýra samtakanna '78 segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla. Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla. Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla.
Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00