Innlent

Úkraína, Hæsti­réttur Banda­ríkjanna og á­fengi í net­verslun í Sprengi­sandi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Kristján ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson á Akureyri um Úkraínustríðið.

Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði ræða Hæstarétt Bandaríkjanna, nýlega og stefnumarkandi dóma, áhrif og völd dómara í bandarískri pólitík.

Alþingismennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Eyjólfur Ármannsson takast á um innlenda netverslun með áfengi sem sá síðarnefndi segir kolólöglega.

Í lok þáttar mætir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður og ræðir undarlegt plastmál þar sem við Íslendingar greiddum fúlgur fjár fyrir að farga plasti í Svíþjóð sem dagaði upp í vöruskemmu öllum að óvörum.

Þátturinn hefst klukkan 10 og hægt er að hlusta og horfa í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×