Samkvæmt umfjöllun CNET mun nýja öryggisstillingin verða notendum aðgengileg í haust en stillingin lokar á hluti eins og sýnishorn vegna viðhengja í skilaboðum, FaceTime símtöl frá óþekktum númerum ásamt fleiru. Öryggisstillingin verður hluti af iOS 16, iPadOS 16 og MacOS Ventura.

Öryggissérfræðingur innan Apple segir mikinn minnihluta notenda verða fyrir netárásum en mikilvægt sé að fyrirtækið verndi þá sem lendi í því.
Apple lýsti því einnig yfir að fyrirtækið myndi styrkja sjóð sem vinnur að samfélagslegu réttlæti um tíu milljónir Bandaríkjadala og vonar að það ýti undir rannsóknir í þessum efnum.