Hakkarinn birti fjórar færslur á Instagram reikningi skemmtigarðsins og sagðist vera að hefna sín á garðinum, en hann sakaði starfsfólk um að gera grín að stærðinni á getnaðarlim sínum.
Einnig notaði maðurinn fordómafulla orðræðu í færslum sínum inni á reikningnum, sagðist hafa fundið upp Covid og að hann væri að dreifa nýju afbrigði veirunnar. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety.

Sjá má á skjáskotum af færslunum að maðurinn undirritar færslu sem „David Do“ og virðist reiður út í Disney starfsmann að nafni Jerome.