Rússar halda uppi stöðugum árásum á íbúðahverfi Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2022 19:21 Þessi kona er ein af mörgum sem særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðahverfi í Kramatorsk í dag. Hún veit greinilega ekki af því að Putin og hersveitir hans ráðast ekki á almenna borgara. AP/Nariman El-Mofty Rússar halda uppi stöðugum árásum á borgir og bæi í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir landsins sækja fram í suðurhlutanum og langþráð þungavopn frá Vesturlöndum hafi náð að valda miklu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu. Grafík/Kristján Undanfarna viku hafa Rússar beitt öllum sínum hernaðarmætti til að ná yfirráðum yfir þeim helmingi Donestsk héraðs sem Úkraínumenn ráða enn yfir. Þeir halda jafnframt uppi stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásum á borgir og bæi víða annars staðar í Úkraínu. Fjölbýlis hús í rústum eftir árás Rússa á íbúðabyggð í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Rússar leggja mikla áherslu á að ná borgunum Slovyansk og Kramatorsk í norðurhluta Donetsk á sitt vald en stjórnsýsla héraðsins hefur verið í Kramatorsk frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og skæruhernaður stuðningsmanna Rússa hófst í héraðinu árið 2014. Einn maður féll og fjöldi fólks særðist þegar Rússar skutu eldflaug á íbúðahverfi í Kramatorsk í morgun. Miklar skemmdir urðu á húsum í nágrenninu og stór gígur myndaðist í bakgarði við fjölbýlishús. Youri sat heima í íbúð sinni með eiginkonunni þegar eldflauginn sprakk. „Þetta var svo stór sprenging að við konan mín, sem sátum inni, fundum hvernig allt þeyttist upp í loftið. Hún kastaði sér á gólfið og byrjaði að skríða. Við heyrðum ekki neitt fljúga yfir. Ég veit ekki hvort þetta sprakk af sjálfu sér en sprengingin var svo öflug að allar gluggarúðurnar brotnuðu,“ segir Yuri. Nafni forsetans á sjötugsaldri, Volodymyr, neitar að yfirgefa íbúð sína þótt hún sé varla íbúðarhæf eftir árásina. Hinn 66 ára gamli Volodymyr alblóðugur í stórskemmdri íbúð sinni eftir eldflaugaárás Rússa á íbúðahverfi í Kramatorsk í dag.AP/Nariman El-Mofty „Ég sat bara og drakk te og þá varð þessi sprenging. Þið sjáið afleiðingarnar,“ sagði Volodymyr alblóðugur og í áfalli í íbúð sinni í dag. Hin níutíu og eins árs gamla Iraida Vorobiova er meðal margra sem flúið hafa Sloviansk og fóru með lest til Dnipro sem enn er á valdi Úkraínumanna. Iraida Vorobiova var 14 ára þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk og man allar þær hörmungar sem henni fylgdu fyrir íbúa Úkraínu. Nú er hún 91 árs á flótta undan innrás Rússa.AP „Ástandið í Sloviansk er mjög slæmt. Það er ekkert vatn, ekkert gas. Það er ekki einu sinni hægt að sækja vatn í brúsum, það virðist hvergi vera hægt að fá vatn. Og við getum ekki farið út vegna stöðugra sprengjuárása,“ sagði Vorobiova í lestinni á leið til Dnipro. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að rússneskar hersveitir verði ekki í Úkraínu til langframa og yfirburðir stórskotaliðssveita þeirra vari ekki að eilífu nú þegar vestræn þungavopn hafi loks borist Úkraínumönnum.AP/Ludovic Marin Volodymyr Zelsnskyy Úkraínuforseti segir að þungavopn sem loks hafi borist frá Vesturlöndum hafi valdið Rússum miklu skaða og hjálpað úkraínuher til sóknar í suðurhluta landsins. „Innrásarliðið ætti hvorki að halda að það verði í landinu til langframa né að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02 Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6. júlí 2022 19:21 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Grafík/Kristján Undanfarna viku hafa Rússar beitt öllum sínum hernaðarmætti til að ná yfirráðum yfir þeim helmingi Donestsk héraðs sem Úkraínumenn ráða enn yfir. Þeir halda jafnframt uppi stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásum á borgir og bæi víða annars staðar í Úkraínu. Fjölbýlis hús í rústum eftir árás Rússa á íbúðabyggð í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Rússar leggja mikla áherslu á að ná borgunum Slovyansk og Kramatorsk í norðurhluta Donetsk á sitt vald en stjórnsýsla héraðsins hefur verið í Kramatorsk frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og skæruhernaður stuðningsmanna Rússa hófst í héraðinu árið 2014. Einn maður féll og fjöldi fólks særðist þegar Rússar skutu eldflaug á íbúðahverfi í Kramatorsk í morgun. Miklar skemmdir urðu á húsum í nágrenninu og stór gígur myndaðist í bakgarði við fjölbýlishús. Youri sat heima í íbúð sinni með eiginkonunni þegar eldflauginn sprakk. „Þetta var svo stór sprenging að við konan mín, sem sátum inni, fundum hvernig allt þeyttist upp í loftið. Hún kastaði sér á gólfið og byrjaði að skríða. Við heyrðum ekki neitt fljúga yfir. Ég veit ekki hvort þetta sprakk af sjálfu sér en sprengingin var svo öflug að allar gluggarúðurnar brotnuðu,“ segir Yuri. Nafni forsetans á sjötugsaldri, Volodymyr, neitar að yfirgefa íbúð sína þótt hún sé varla íbúðarhæf eftir árásina. Hinn 66 ára gamli Volodymyr alblóðugur í stórskemmdri íbúð sinni eftir eldflaugaárás Rússa á íbúðahverfi í Kramatorsk í dag.AP/Nariman El-Mofty „Ég sat bara og drakk te og þá varð þessi sprenging. Þið sjáið afleiðingarnar,“ sagði Volodymyr alblóðugur og í áfalli í íbúð sinni í dag. Hin níutíu og eins árs gamla Iraida Vorobiova er meðal margra sem flúið hafa Sloviansk og fóru með lest til Dnipro sem enn er á valdi Úkraínumanna. Iraida Vorobiova var 14 ára þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk og man allar þær hörmungar sem henni fylgdu fyrir íbúa Úkraínu. Nú er hún 91 árs á flótta undan innrás Rússa.AP „Ástandið í Sloviansk er mjög slæmt. Það er ekkert vatn, ekkert gas. Það er ekki einu sinni hægt að sækja vatn í brúsum, það virðist hvergi vera hægt að fá vatn. Og við getum ekki farið út vegna stöðugra sprengjuárása,“ sagði Vorobiova í lestinni á leið til Dnipro. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að rússneskar hersveitir verði ekki í Úkraínu til langframa og yfirburðir stórskotaliðssveita þeirra vari ekki að eilífu nú þegar vestræn þungavopn hafi loks borist Úkraínumönnum.AP/Ludovic Marin Volodymyr Zelsnskyy Úkraínuforseti segir að þungavopn sem loks hafi borist frá Vesturlöndum hafi valdið Rússum miklu skaða og hjálpað úkraínuher til sóknar í suðurhluta landsins. „Innrásarliðið ætti hvorki að halda að það verði í landinu til langframa né að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02 Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6. júlí 2022 19:21 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03
Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6. júlí 2022 19:21