Innlent

Öll hval­veiði­skip verði að taka með sér dýra­vel­ferðar­full­trúa á veiðar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Drögin að breytingu reglugerðar um hvalveiðar birti Svandís í samráðsgátt stjórnvalda í morgun.
Drögin að breytingu reglugerðar um hvalveiðar birti Svandís í samráðsgátt stjórnvalda í morgun. vísir/vilhelm

Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur lagt fram drög að breytingu á reglu­gerð um hval­veiðar þar sem lagt er til að fram­vegis verði á­vallt að vera dýra­vel­ferðar­full­trúi um borð á hval­veiði­túrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu af­lífaðir á sem skjótastan og sárs­auka­minnstan hátt.

Drögin birtust í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í morgun en Svan­dís hefur undan­farið boðað breytingar á reglu­gerð um hval­veiðar við strendur Ís­lands.

Hval­veiðarnar hafa lengi verið gagn­rýndar af ferða­þjónustunni á Ís­landi og dýra­verndar­sam­tökum, sem hafa meðal annars sakað hval­veiði­menn um að af­lífa dýrin á ó­mann­úð­legan hátt.

Með breytingunni verður skip­stjóri hval­veiði­skipa að til­nefna dýra­vel­ferðar­full­trúa úr á­höfn fyrir hvert skip. Sá þarf að bera á­byrgð á því að rétt sé staðið að vel­ferð hvala við veiðarnar. Hann mun þurfa að sækja nám­skeið sem sam­þykkt er af Mat­væla­stofnun, halda skrá yfir allar að­gerðar við veiðarnar, mynda þær á mynd­bönd og skrá þær niður.

Þeim gögnum verður hann svo að koma til eftir­lits­dýra­læknis eftir hverja veiði­ferð.


Tengdar fréttir

Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna.

Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið

Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands.

Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða

Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×