Innlent

Til skoðunar hvort aug­lýsing Ás­laugar sé lögmæt

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar

Menningar­ráð­herra skoðar nú hvort starfs­aug­lýsing annars ráðu­neytis þar sem ekki er krafist ís­lensku­kunn­áttu stangist á við lög. For­sætis­ráð­herra hefur miklar á­hyggjur af stöðu tungu­málsins og gagn­rýnir þá þróun að inn­lend fyrir­tæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli.

Starfs­aug­lýsing há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráðu­neytisins í síðustu viku vakti mikla at­hygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfs­maður tali ís­lensku í ráðu­neyti hér á landi.

Ís­lensk mál­nefnd gagn­rýndi aug­lýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu ís­lenskrar tungu.

„Ég tek þetta mjög al­var­lega og við erum að skoða þetta í mínu ráðu­neyti og ég hef sagt við­komandi ráð­herra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn af­slátt hvað varðar aug­lýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Al­freðs­dóttir menningar­mála­ráð­herra en mál­efni ís­lenskrar tungu falla undir hennar ráðu­neyti.

Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm

Hún virðist ekki sam­mála Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra um að hér sé á ferð eðli­legt skref fyrir ís­lensk ráðu­neyti.

„Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað á­kveðin um­ræða í sam­fé­laginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja.



Bæði Lilja og Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra eru þó sam­mála há­skóla­ráð­herranum um að hér verði að auka að­gengi inn­flytj­enda að störfum í stjórn­kerfinu.

„En þá fyndist mér ekki ó­eðli­legt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka ís­lensku­kennslu svo það geti smám saman til­einkað sér ís­lensku­kunn­áttu,“ segir Katrín.

Auka verði ís­lensku­kennslu fyrir fólk af er­lendum upp­runa á Ís­landi - ekki síst svo það komist betur inn í allt sam­fé­lagið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm

Innlend fyrirtæki með ensk heiti

Margir vilja tengja þessa þróun stærra vanda­máli. Mál­fræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að ís­lenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg al­ís­lensk fyrir­tæki sem stíla að­eins inn á ís­lenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Lo­cal, Ground Zreo og American Sty­le svo ein­hver séu nefnd.

„Mér finnst um­hugsunar­efni að sjá hve mörg fyrir­tæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki ís­lenskum heitum. Og ég hef miklar á­hyggjur af því að smám saman séum við að missa svið sam­fé­lagsins frá ís­lenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×