Segir skipta höfuðmáli að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. júlí 2022 11:12 Guðmundur Ingi segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það algjört grundvallaratriði í sínum huga að vinna að því að gera kerfið betra. „Við þurfum að vinna á öllum þeim áskorunum sem koma upp og ekki síst þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks.“ Mikil umræða hefur myndast um þennan málaflokk á seinustu dögum en á mánudag talaði fréttastofa við foreldra fjölfatlaðrar konu sem varð nýlega átján ára og þá veggi sem þau hafa lent á vegna þess. Guðmundur Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun að sum af þessum málum sem að snúi að málefnum fatlaðs fólks, og þá sérstaklega það sem sé hér til umræðu, sé ekki á alveg á nógu góðum stað í augnablikinu. Hann segir sárt að heyra lýsingarnar og horfa upp á þessi vandræði sem fólk sé að rekast á í kerfinu. „Sumt af þessu erum við byrjuð að vinna í að ráða bót á.“ Guðmundur segir að áður en hann tók við embætti hafi hann ekki sérstaklega hugsað út í að það væru stórar áskoranir fólgnar í því að koma stafrænni þróun á fyrir einhverja ákveðna hópa. Hann segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust að koma á svokölluðum talsmannagrunni í samstarfi við stafrænt Ísland. „Þetta er svona nokkurs konar umboðsvefur þar sem að þá Ísland.is er tengt við kerfi réttindagæslunnar þar sem allir samningarnir eru við alla talsmennina, þá á að vera hægt að tengja þessa rafrænu þjónustu beint við talsmennina.“ Guðmundur Ingi segir stjórnmálamenn eiga að vinna fyrir fólkið í landinu og fatlað fólk sé hópur sem hann vilji leggja mikla áherslu á að bæta réttindi og þjónustu fyrir. Hann segist halda að það muni skipta höfuðmáli að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þarna erum við að ráðast í vinnu þar sem að við ætlum að búa til landsáætlun þar sem að sett verða fram markmið og aðgerðir um það hvernig við innleiðum hvert og eitt ákvæði samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur. „Þá sé ég fyrir mér að við séum komin með mjög sterkt vopn í hendurnar til þess einmitt að gera kerfið betra, það er algjört grundvallaratriði í mínum huga að vinna að því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Mikil umræða hefur myndast um þennan málaflokk á seinustu dögum en á mánudag talaði fréttastofa við foreldra fjölfatlaðrar konu sem varð nýlega átján ára og þá veggi sem þau hafa lent á vegna þess. Guðmundur Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun að sum af þessum málum sem að snúi að málefnum fatlaðs fólks, og þá sérstaklega það sem sé hér til umræðu, sé ekki á alveg á nógu góðum stað í augnablikinu. Hann segir sárt að heyra lýsingarnar og horfa upp á þessi vandræði sem fólk sé að rekast á í kerfinu. „Sumt af þessu erum við byrjuð að vinna í að ráða bót á.“ Guðmundur segir að áður en hann tók við embætti hafi hann ekki sérstaklega hugsað út í að það væru stórar áskoranir fólgnar í því að koma stafrænni þróun á fyrir einhverja ákveðna hópa. Hann segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust að koma á svokölluðum talsmannagrunni í samstarfi við stafrænt Ísland. „Þetta er svona nokkurs konar umboðsvefur þar sem að þá Ísland.is er tengt við kerfi réttindagæslunnar þar sem allir samningarnir eru við alla talsmennina, þá á að vera hægt að tengja þessa rafrænu þjónustu beint við talsmennina.“ Guðmundur Ingi segir stjórnmálamenn eiga að vinna fyrir fólkið í landinu og fatlað fólk sé hópur sem hann vilji leggja mikla áherslu á að bæta réttindi og þjónustu fyrir. Hann segist halda að það muni skipta höfuðmáli að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þarna erum við að ráðast í vinnu þar sem að við ætlum að búa til landsáætlun þar sem að sett verða fram markmið og aðgerðir um það hvernig við innleiðum hvert og eitt ákvæði samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur. „Þá sé ég fyrir mér að við séum komin með mjög sterkt vopn í hendurnar til þess einmitt að gera kerfið betra, það er algjört grundvallaratriði í mínum huga að vinna að því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06