Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 11:32 Kristall Máni var frábær meðan hans naut við í Svíþjóð. Hann endar tímabilið í Evrópu með þrjú mörk í þremur leikjum. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og voru síst lakari aðilinn. Þungt og þreytt lið heimamanna átti erfitt með að skapa sér færi en fyrsta mark þeirra „var eins týpískt og það verður fyrir íslenskt lið í Evrópukeppni,“ eins og Guðmundur Benediktsson orðaði það en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Martin Olsson skoraði þá með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í netið. Þórður Ingason, markvörður Víkinga, hafði þegar skutlað sér og hefði án alls efa varið skot Olsson þægilega ef það hefði ekki farið af Víking og þaðan í netið. Klippa: Mörkin: Malmö 3-2 Víkingur Víkingar létu markið ekki á sig fá og sýndu lipra takta. Kristall Máni var allt í öllu en slakur dómari leiksins missti öll tök á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks. Hann fór að spjalda Víkinga eins og óður maður, lyfti hann gula spjaldinu þrívegis á fimm mínútna kafla - eitt þeirra átti eftir að reynast dýrkeypt. Þá er vert að taka fram að Oliver Ekroth, miðvörður Víkinga, skallaði aukaspyrnu Pablo Punyed í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Sá dómur var ef til vill réttur en sást einkar illa á sjónarhorninu sem boðið var upp í sjónvarpinu. Svo fékk Halldór Smári Sigurðsson spark aftan í hnakkann eftir hornspyrnu en dómarateymið sá ekkert athugavert við það. Ekki pen??? Ók #eurovikes pic.twitter.com/HiguOI5tLD— Pétur Mikael (@pesimikk) July 5, 2022 Þegar sjö mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Pablo stórkostlega sendingu á Kristal Mána sem hafði búið sér til örlítið pláss inn í teig Malmö. Fyrsta snerting Kristals Mána var fullkomin og afgreiðslan enn betri. Staðan orðin 1-1 og minnti Víkingurinn á sig með því að benda á merkið á bringunni og ´sussa´ létt á stuðningsfólk Malmö sem reyndi að kasta öllu lauslegu í hann. Dómara leiksins var svo misboðið að hann gaf Kristali Mána annað gult spjald. Að þessu sinni fyrir að „ögra“ stuðningsfólki heimaliðsins en fyrra gula spjaldið var fyrir leikaraskap. Kristall Máni var ítrekað sparkaður niður framan af leik og var fyrra gula spjaldið í raun jafn umdeilanlegt og það seinna. Ola Toivonen kom svo Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og staðan 2-1 heimamönnum í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Víkingar mættu með skýrt leikplan út í síðari hálfleikinn og tókst Malmö ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut framan af. Það var ekki fyrr en misheppnuð hreinsun úr vörn Víkings á 84. mínútu féll fyrir fætur Sebastian Nanasi, sá renndi boltanum á Veljko Birmancevic sem skoraði úr þröngu færi. Í stað þess að leggja árar í bát og væla þá fóru Víkingar í sókn. Helgi Guðjónsson, einn albesti varamaður síðari ára, elskar að skora mikilvæg mörk og gerði eitt slíkt í Svíþjóð. Eftir góðan sprett tókst honum að læða boltanum í gegnum klof varnarmanns Malmö í netið. Mögulega fór boltinn aðeins í varnarmanninn en hverjum er ekki sama, lokatölur 3-2 og Víkingar eru enn inn í einvíginu. Síðari leikur liðanna fer fram 12. júlí í Víkinni. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. 5. júlí 2022 20:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og voru síst lakari aðilinn. Þungt og þreytt lið heimamanna átti erfitt með að skapa sér færi en fyrsta mark þeirra „var eins týpískt og það verður fyrir íslenskt lið í Evrópukeppni,“ eins og Guðmundur Benediktsson orðaði það en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Martin Olsson skoraði þá með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í netið. Þórður Ingason, markvörður Víkinga, hafði þegar skutlað sér og hefði án alls efa varið skot Olsson þægilega ef það hefði ekki farið af Víking og þaðan í netið. Klippa: Mörkin: Malmö 3-2 Víkingur Víkingar létu markið ekki á sig fá og sýndu lipra takta. Kristall Máni var allt í öllu en slakur dómari leiksins missti öll tök á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks. Hann fór að spjalda Víkinga eins og óður maður, lyfti hann gula spjaldinu þrívegis á fimm mínútna kafla - eitt þeirra átti eftir að reynast dýrkeypt. Þá er vert að taka fram að Oliver Ekroth, miðvörður Víkinga, skallaði aukaspyrnu Pablo Punyed í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Sá dómur var ef til vill réttur en sást einkar illa á sjónarhorninu sem boðið var upp í sjónvarpinu. Svo fékk Halldór Smári Sigurðsson spark aftan í hnakkann eftir hornspyrnu en dómarateymið sá ekkert athugavert við það. Ekki pen??? Ók #eurovikes pic.twitter.com/HiguOI5tLD— Pétur Mikael (@pesimikk) July 5, 2022 Þegar sjö mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Pablo stórkostlega sendingu á Kristal Mána sem hafði búið sér til örlítið pláss inn í teig Malmö. Fyrsta snerting Kristals Mána var fullkomin og afgreiðslan enn betri. Staðan orðin 1-1 og minnti Víkingurinn á sig með því að benda á merkið á bringunni og ´sussa´ létt á stuðningsfólk Malmö sem reyndi að kasta öllu lauslegu í hann. Dómara leiksins var svo misboðið að hann gaf Kristali Mána annað gult spjald. Að þessu sinni fyrir að „ögra“ stuðningsfólki heimaliðsins en fyrra gula spjaldið var fyrir leikaraskap. Kristall Máni var ítrekað sparkaður niður framan af leik og var fyrra gula spjaldið í raun jafn umdeilanlegt og það seinna. Ola Toivonen kom svo Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og staðan 2-1 heimamönnum í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Víkingar mættu með skýrt leikplan út í síðari hálfleikinn og tókst Malmö ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut framan af. Það var ekki fyrr en misheppnuð hreinsun úr vörn Víkings á 84. mínútu féll fyrir fætur Sebastian Nanasi, sá renndi boltanum á Veljko Birmancevic sem skoraði úr þröngu færi. Í stað þess að leggja árar í bát og væla þá fóru Víkingar í sókn. Helgi Guðjónsson, einn albesti varamaður síðari ára, elskar að skora mikilvæg mörk og gerði eitt slíkt í Svíþjóð. Eftir góðan sprett tókst honum að læða boltanum í gegnum klof varnarmanns Malmö í netið. Mögulega fór boltinn aðeins í varnarmanninn en hverjum er ekki sama, lokatölur 3-2 og Víkingar eru enn inn í einvíginu. Síðari leikur liðanna fer fram 12. júlí í Víkinni. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. 5. júlí 2022 20:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51
Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. 5. júlí 2022 20:31
Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31