Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 11:32 Kristall Máni var frábær meðan hans naut við í Svíþjóð. Hann endar tímabilið í Evrópu með þrjú mörk í þremur leikjum. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og voru síst lakari aðilinn. Þungt og þreytt lið heimamanna átti erfitt með að skapa sér færi en fyrsta mark þeirra „var eins týpískt og það verður fyrir íslenskt lið í Evrópukeppni,“ eins og Guðmundur Benediktsson orðaði það en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Martin Olsson skoraði þá með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í netið. Þórður Ingason, markvörður Víkinga, hafði þegar skutlað sér og hefði án alls efa varið skot Olsson þægilega ef það hefði ekki farið af Víking og þaðan í netið. Klippa: Mörkin: Malmö 3-2 Víkingur Víkingar létu markið ekki á sig fá og sýndu lipra takta. Kristall Máni var allt í öllu en slakur dómari leiksins missti öll tök á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks. Hann fór að spjalda Víkinga eins og óður maður, lyfti hann gula spjaldinu þrívegis á fimm mínútna kafla - eitt þeirra átti eftir að reynast dýrkeypt. Þá er vert að taka fram að Oliver Ekroth, miðvörður Víkinga, skallaði aukaspyrnu Pablo Punyed í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Sá dómur var ef til vill réttur en sást einkar illa á sjónarhorninu sem boðið var upp í sjónvarpinu. Svo fékk Halldór Smári Sigurðsson spark aftan í hnakkann eftir hornspyrnu en dómarateymið sá ekkert athugavert við það. Ekki pen??? Ók #eurovikes pic.twitter.com/HiguOI5tLD— Pétur Mikael (@pesimikk) July 5, 2022 Þegar sjö mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Pablo stórkostlega sendingu á Kristal Mána sem hafði búið sér til örlítið pláss inn í teig Malmö. Fyrsta snerting Kristals Mána var fullkomin og afgreiðslan enn betri. Staðan orðin 1-1 og minnti Víkingurinn á sig með því að benda á merkið á bringunni og ´sussa´ létt á stuðningsfólk Malmö sem reyndi að kasta öllu lauslegu í hann. Dómara leiksins var svo misboðið að hann gaf Kristali Mána annað gult spjald. Að þessu sinni fyrir að „ögra“ stuðningsfólki heimaliðsins en fyrra gula spjaldið var fyrir leikaraskap. Kristall Máni var ítrekað sparkaður niður framan af leik og var fyrra gula spjaldið í raun jafn umdeilanlegt og það seinna. Ola Toivonen kom svo Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og staðan 2-1 heimamönnum í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Víkingar mættu með skýrt leikplan út í síðari hálfleikinn og tókst Malmö ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut framan af. Það var ekki fyrr en misheppnuð hreinsun úr vörn Víkings á 84. mínútu féll fyrir fætur Sebastian Nanasi, sá renndi boltanum á Veljko Birmancevic sem skoraði úr þröngu færi. Í stað þess að leggja árar í bát og væla þá fóru Víkingar í sókn. Helgi Guðjónsson, einn albesti varamaður síðari ára, elskar að skora mikilvæg mörk og gerði eitt slíkt í Svíþjóð. Eftir góðan sprett tókst honum að læða boltanum í gegnum klof varnarmanns Malmö í netið. Mögulega fór boltinn aðeins í varnarmanninn en hverjum er ekki sama, lokatölur 3-2 og Víkingar eru enn inn í einvíginu. Síðari leikur liðanna fer fram 12. júlí í Víkinni. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. 5. júlí 2022 20:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og voru síst lakari aðilinn. Þungt og þreytt lið heimamanna átti erfitt með að skapa sér færi en fyrsta mark þeirra „var eins týpískt og það verður fyrir íslenskt lið í Evrópukeppni,“ eins og Guðmundur Benediktsson orðaði það en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Martin Olsson skoraði þá með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í netið. Þórður Ingason, markvörður Víkinga, hafði þegar skutlað sér og hefði án alls efa varið skot Olsson þægilega ef það hefði ekki farið af Víking og þaðan í netið. Klippa: Mörkin: Malmö 3-2 Víkingur Víkingar létu markið ekki á sig fá og sýndu lipra takta. Kristall Máni var allt í öllu en slakur dómari leiksins missti öll tök á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks. Hann fór að spjalda Víkinga eins og óður maður, lyfti hann gula spjaldinu þrívegis á fimm mínútna kafla - eitt þeirra átti eftir að reynast dýrkeypt. Þá er vert að taka fram að Oliver Ekroth, miðvörður Víkinga, skallaði aukaspyrnu Pablo Punyed í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Sá dómur var ef til vill réttur en sást einkar illa á sjónarhorninu sem boðið var upp í sjónvarpinu. Svo fékk Halldór Smári Sigurðsson spark aftan í hnakkann eftir hornspyrnu en dómarateymið sá ekkert athugavert við það. Ekki pen??? Ók #eurovikes pic.twitter.com/HiguOI5tLD— Pétur Mikael (@pesimikk) July 5, 2022 Þegar sjö mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Pablo stórkostlega sendingu á Kristal Mána sem hafði búið sér til örlítið pláss inn í teig Malmö. Fyrsta snerting Kristals Mána var fullkomin og afgreiðslan enn betri. Staðan orðin 1-1 og minnti Víkingurinn á sig með því að benda á merkið á bringunni og ´sussa´ létt á stuðningsfólk Malmö sem reyndi að kasta öllu lauslegu í hann. Dómara leiksins var svo misboðið að hann gaf Kristali Mána annað gult spjald. Að þessu sinni fyrir að „ögra“ stuðningsfólki heimaliðsins en fyrra gula spjaldið var fyrir leikaraskap. Kristall Máni var ítrekað sparkaður niður framan af leik og var fyrra gula spjaldið í raun jafn umdeilanlegt og það seinna. Ola Toivonen kom svo Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og staðan 2-1 heimamönnum í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Víkingar mættu með skýrt leikplan út í síðari hálfleikinn og tókst Malmö ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut framan af. Það var ekki fyrr en misheppnuð hreinsun úr vörn Víkings á 84. mínútu féll fyrir fætur Sebastian Nanasi, sá renndi boltanum á Veljko Birmancevic sem skoraði úr þröngu færi. Í stað þess að leggja árar í bát og væla þá fóru Víkingar í sókn. Helgi Guðjónsson, einn albesti varamaður síðari ára, elskar að skora mikilvæg mörk og gerði eitt slíkt í Svíþjóð. Eftir góðan sprett tókst honum að læða boltanum í gegnum klof varnarmanns Malmö í netið. Mögulega fór boltinn aðeins í varnarmanninn en hverjum er ekki sama, lokatölur 3-2 og Víkingar eru enn inn í einvíginu. Síðari leikur liðanna fer fram 12. júlí í Víkinni. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. 5. júlí 2022 20:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51
Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins. 5. júlí 2022 20:31
Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31