„Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 15:10 Helena var stödd í Field´s-verslunarmiðstöðinni þegar skotárásin var framin. EPA/Aðsend Ung íslensk kona sem var í verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn sem skotárás var gerð á á sunnudag segist ekki hafa áttað sig strax á því sem var að gerast þegar byssumaðurinn hleypti fyrstu skotunum af. Hún er þakklát fyrir að hafa brugðist rétt við í ótrúlega ógnvekjandi aðstæðum, en byssumaðurinn var á einum tímapunkti aðeins nokkra metra frá henni. Helena Heiðdal flutti til Kaupmannahafnar í janúar á þessu ári til að fara í skóla. Náminu lauk nú fyrir skemmstu en hún ákvað að flytja ekki heim til Íslands heldur ráða sig í fullt starf í Kaupmannahöfn. Hún var stödd í Field‘s-verslunarmiðstöðinni með vinkonu sinni síðdegis á sunnudaginn, þegar skotárásin var framin. „Ég og vinkona mín ætluðum að kíkja í eina búð en ákváðum svo að kíkja í nokkrar í viðbót. Við vorum bara á röltinu. Við fórum inn í eina búðina og þegar við komum út úr henni heyrum við hvell, sem er sem sagt fyrsta skotið,“ segir Helena í samtali við fréttastofu. Hún segir þær vinkonurnar ekki hafa áttað sig á því að um skothvell væri að ræða. Því næst hafi mætt þeim hópur unglinga á harðahlaupum, sem hafi öskrað á dönsku að um byssumann væri að ræða. „Við hlupum inn í næstu búð sem við sáum en vissum í rauninni ekkert hvað var í gangi. Maður býst ekkert við þessu, en við ákváðum að vera öruggar, brugðumst hratt við og hlupum innst inn í búðina. Fólkið inni í búðinni vissi ekkert hvað var að gerast, heldur sá okkur bara hlaupa.“ „Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“ segir Helena. Það hafi verið á þeim tímapunkti sem allir inni í versluninni hafi áttað sig á hvað væri að gerast í verslunarmiðstöðinni. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var við verðslunarmiðstöðina á sunnudag.EPA/Olafur Steinar Rye Gestsson Myndir fastar í hausnum Helena segir mikla hræðslu hafa gripið um sig þegar ljóst var að vopnaður maður væri að skjóta á fólk í verslunarmiðstöðinni. „Maður er bara með fastar myndir í hausnum af fólki að bregðast við þessu. Maður heyrði skotin svo hátt og hann var á sömu hæð og við. Það var augljóst að hann var ekki langt frá okkur.“ Helena segir að fólkið í versluninni hafi leitað út um starfsmannainngang verslunarinnar, sem er einnig neyðarútgangur. „Hurðin leiðir út á gang sem við hlaupum og komumst að tröppum sem við hlaupum niður. Það var kolniðamyrkur og maður vildi eiginlega ekki trúa þessu. Ég man bara að ég hélt eins fast og ég gat í vinkonu mína,“ segir Helena, og bætir því við að á þessum tímapunkti hafi hún verið farin að skjálfa af hræðslu, en vinkona hennar hafi stappað í hana stálinu. „Það var þá sem ég fattaði að það var ekki tími til að vera hrædd eða brotna niður eða neitt.“ „Það var bara að hlaupa“ Helena segir að næst hafi hópurinn verið kominn í bílakjallara við verslunarmiðstöðina. „Þegar við komum þangað þá þurfti bara að finna leiðina út. Fullt, fullt af fólki. Fjölskyldur, fullorðið fólk, lítil börn. Allir að reyna að koma sér í burtu.“ „Ég sá manninn“ Í bílakjallaranum hittu Helena og vinkona hennar unga konu sem var í vinnunni í verslunarmiðstöðinni. Hún hafði reynt að hringja í lögregluna en ekki náð í gegn, enda margir sem gerðu slíkt hið sama. „Hún segir við okkur: „Ég sá manninn, ég sá manninn með byssuna.“ Það var í rauninni þá sem við föttum bara að hljóðin sem við heyrðum voru úr byssu. Við héldum bara áfram að hlaupa, ég greip stelpuna og tók hana með mér og sagði henni að hlaupa með okkur.“ Þegar út úr bílakjallaranum var komið hafi þær hlaupið yfir brú sem leiddi að Royal Arena-höllinni, þar sem fyrirhugað var að poppstjarnan Harry Styles héldi tónleika síðar um kvöldið. „Þar var fullt af fólki, búið að opna höllina og fólk að tínast inn. Við hugsuðum bara um að hlaupa í burtu frá fólki því við vissum ekki hvort þetta væri skipulögð árás eða bara einn náungi með byssu.“ Helena þekkir hverfið sem verslunarmiðstöðin er í vel, en hún fluttist þaðan í annað hverfi í síðustu viku. „Ég vissi hvert við vorum að hlaupa og við héldum áfram inn í hverfið, eins langt í burtu og hægt var. Þegar við vorum komnar á öruggan stað þá datt sjokkið inn og maður vissi í rauninni ekkert hvað væri í gangi, og maður vildi ekki trúa þessu,“ segir Helena. Fyrir utan íbúðina sem Helena bjó í áður hafi þær síðan fengið leigubíl og haldið heim á leið. Mikil skelfing greip um sig í og við verslunarmiðstöðina í kjölfar árásarinnar.EPA/Olafur Steinar Rye Gestsson Hefðu getað gengið í fangið á árásarmanninum Helena segir að hún og vinkona hennar hafi ekki áttað sig almennilega á því sem gerðist fyrr en þær voru komnar heim. „Við vorum mjög heppnar. [Byssumaðurinn] var bara nokkra metra frá okkur. Við vorum sem betur fer fljótar að bregðast við og hlaupa hratt í burtu. Við komumst langt í burtu mjög fljótt. Það voru margir sem voru fastir annað hvort inni í verslunarmiðstöðinni eða í íbúðum í kring, og þurftu að bíða þar eftir að lögreglan gæfi þeim grænt ljós á að fara heim.“ „Ég óska engum að upplifa þetta“ segir Helena og bætir við að síðustu sólarhringar hafi verið mjög undarlegir. „Ég hringdi auðvitað bara í mömmu þegar við náðum loksins að stoppa og anda. Ég var auðvitað í uppnámi. Greyið hún og fjölskyldan mín heima, í sjokki og hrædd um mig,“ segir Helena. Hún er þakklát fyrir að hún og vinkona hennar hafi tekið rökrétta ákvörðun í erfiðum aðstæðum og komist heilar á húfi út. „Sem betur fer gerum við okkur grein fyrir ástandinu mjög fljótt, því ef við hefðum ekkert pælt í fólkinu sem kom þarna hlaupandi þá hefðum við bara labbað í fangið á honum.“ Gott að fá að tala við aðra Í gær, daginn eftir árásina, fóru Helena og vinkona hennar saman í Jónshús í Kaupmannahöfn. Íslenskur prestur var á svæðinu auk starfsmanna sendiráðs Íslands. „Við fengum frábæra þjónustu, hittum prest og fólk sem var líka viðstatt árásina. Það var frábært að heyra upplifun annarra og fá að segja fólki frá þessu. Það hjálpaði meira en við héldum. Við vorum fyrst svolítið smeykar við að fara þarna, en sáum heldur betur ekki eftir því og erum mjög þakklátar fyrir að fá að koma þarna og tala um þetta. Sérstaklega þar sem við búum báðar bara einar hér og fjölskyldur okkar á Íslandi,“ segir Helena. „Það var gott að fá að tala við einhvern á Íslensku“ Helena segir alla í borginni vera í áfalli yfir árásinni, en fólk standi saman. „Ég átti til dæmis að byrja í nýrri vinnu daginn eftir, en ég hringdi í þau og sagði að ég treysti mér ekki til þess. Það skildu það allir mjög vel,“ segir Helena. Búið er að loka Field‘s-verslunarmiðstöðinni í minnst viku vegna árásarinnar. Í kvöld verður þá haldin minningarathöfn um þau þrjú sem létust í árásinni, en Helena gerir ráð fyrir að mæta þangað. Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. 5. júlí 2022 13:41 Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. 4. júlí 2022 13:46 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Helena Heiðdal flutti til Kaupmannahafnar í janúar á þessu ári til að fara í skóla. Náminu lauk nú fyrir skemmstu en hún ákvað að flytja ekki heim til Íslands heldur ráða sig í fullt starf í Kaupmannahöfn. Hún var stödd í Field‘s-verslunarmiðstöðinni með vinkonu sinni síðdegis á sunnudaginn, þegar skotárásin var framin. „Ég og vinkona mín ætluðum að kíkja í eina búð en ákváðum svo að kíkja í nokkrar í viðbót. Við vorum bara á röltinu. Við fórum inn í eina búðina og þegar við komum út úr henni heyrum við hvell, sem er sem sagt fyrsta skotið,“ segir Helena í samtali við fréttastofu. Hún segir þær vinkonurnar ekki hafa áttað sig á því að um skothvell væri að ræða. Því næst hafi mætt þeim hópur unglinga á harðahlaupum, sem hafi öskrað á dönsku að um byssumann væri að ræða. „Við hlupum inn í næstu búð sem við sáum en vissum í rauninni ekkert hvað var í gangi. Maður býst ekkert við þessu, en við ákváðum að vera öruggar, brugðumst hratt við og hlupum innst inn í búðina. Fólkið inni í búðinni vissi ekkert hvað var að gerast, heldur sá okkur bara hlaupa.“ „Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“ segir Helena. Það hafi verið á þeim tímapunkti sem allir inni í versluninni hafi áttað sig á hvað væri að gerast í verslunarmiðstöðinni. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var við verðslunarmiðstöðina á sunnudag.EPA/Olafur Steinar Rye Gestsson Myndir fastar í hausnum Helena segir mikla hræðslu hafa gripið um sig þegar ljóst var að vopnaður maður væri að skjóta á fólk í verslunarmiðstöðinni. „Maður er bara með fastar myndir í hausnum af fólki að bregðast við þessu. Maður heyrði skotin svo hátt og hann var á sömu hæð og við. Það var augljóst að hann var ekki langt frá okkur.“ Helena segir að fólkið í versluninni hafi leitað út um starfsmannainngang verslunarinnar, sem er einnig neyðarútgangur. „Hurðin leiðir út á gang sem við hlaupum og komumst að tröppum sem við hlaupum niður. Það var kolniðamyrkur og maður vildi eiginlega ekki trúa þessu. Ég man bara að ég hélt eins fast og ég gat í vinkonu mína,“ segir Helena, og bætir því við að á þessum tímapunkti hafi hún verið farin að skjálfa af hræðslu, en vinkona hennar hafi stappað í hana stálinu. „Það var þá sem ég fattaði að það var ekki tími til að vera hrædd eða brotna niður eða neitt.“ „Það var bara að hlaupa“ Helena segir að næst hafi hópurinn verið kominn í bílakjallara við verslunarmiðstöðina. „Þegar við komum þangað þá þurfti bara að finna leiðina út. Fullt, fullt af fólki. Fjölskyldur, fullorðið fólk, lítil börn. Allir að reyna að koma sér í burtu.“ „Ég sá manninn“ Í bílakjallaranum hittu Helena og vinkona hennar unga konu sem var í vinnunni í verslunarmiðstöðinni. Hún hafði reynt að hringja í lögregluna en ekki náð í gegn, enda margir sem gerðu slíkt hið sama. „Hún segir við okkur: „Ég sá manninn, ég sá manninn með byssuna.“ Það var í rauninni þá sem við föttum bara að hljóðin sem við heyrðum voru úr byssu. Við héldum bara áfram að hlaupa, ég greip stelpuna og tók hana með mér og sagði henni að hlaupa með okkur.“ Þegar út úr bílakjallaranum var komið hafi þær hlaupið yfir brú sem leiddi að Royal Arena-höllinni, þar sem fyrirhugað var að poppstjarnan Harry Styles héldi tónleika síðar um kvöldið. „Þar var fullt af fólki, búið að opna höllina og fólk að tínast inn. Við hugsuðum bara um að hlaupa í burtu frá fólki því við vissum ekki hvort þetta væri skipulögð árás eða bara einn náungi með byssu.“ Helena þekkir hverfið sem verslunarmiðstöðin er í vel, en hún fluttist þaðan í annað hverfi í síðustu viku. „Ég vissi hvert við vorum að hlaupa og við héldum áfram inn í hverfið, eins langt í burtu og hægt var. Þegar við vorum komnar á öruggan stað þá datt sjokkið inn og maður vissi í rauninni ekkert hvað væri í gangi, og maður vildi ekki trúa þessu,“ segir Helena. Fyrir utan íbúðina sem Helena bjó í áður hafi þær síðan fengið leigubíl og haldið heim á leið. Mikil skelfing greip um sig í og við verslunarmiðstöðina í kjölfar árásarinnar.EPA/Olafur Steinar Rye Gestsson Hefðu getað gengið í fangið á árásarmanninum Helena segir að hún og vinkona hennar hafi ekki áttað sig almennilega á því sem gerðist fyrr en þær voru komnar heim. „Við vorum mjög heppnar. [Byssumaðurinn] var bara nokkra metra frá okkur. Við vorum sem betur fer fljótar að bregðast við og hlaupa hratt í burtu. Við komumst langt í burtu mjög fljótt. Það voru margir sem voru fastir annað hvort inni í verslunarmiðstöðinni eða í íbúðum í kring, og þurftu að bíða þar eftir að lögreglan gæfi þeim grænt ljós á að fara heim.“ „Ég óska engum að upplifa þetta“ segir Helena og bætir við að síðustu sólarhringar hafi verið mjög undarlegir. „Ég hringdi auðvitað bara í mömmu þegar við náðum loksins að stoppa og anda. Ég var auðvitað í uppnámi. Greyið hún og fjölskyldan mín heima, í sjokki og hrædd um mig,“ segir Helena. Hún er þakklát fyrir að hún og vinkona hennar hafi tekið rökrétta ákvörðun í erfiðum aðstæðum og komist heilar á húfi út. „Sem betur fer gerum við okkur grein fyrir ástandinu mjög fljótt, því ef við hefðum ekkert pælt í fólkinu sem kom þarna hlaupandi þá hefðum við bara labbað í fangið á honum.“ Gott að fá að tala við aðra Í gær, daginn eftir árásina, fóru Helena og vinkona hennar saman í Jónshús í Kaupmannahöfn. Íslenskur prestur var á svæðinu auk starfsmanna sendiráðs Íslands. „Við fengum frábæra þjónustu, hittum prest og fólk sem var líka viðstatt árásina. Það var frábært að heyra upplifun annarra og fá að segja fólki frá þessu. Það hjálpaði meira en við héldum. Við vorum fyrst svolítið smeykar við að fara þarna, en sáum heldur betur ekki eftir því og erum mjög þakklátar fyrir að fá að koma þarna og tala um þetta. Sérstaklega þar sem við búum báðar bara einar hér og fjölskyldur okkar á Íslandi,“ segir Helena. „Það var gott að fá að tala við einhvern á Íslensku“ Helena segir alla í borginni vera í áfalli yfir árásinni, en fólk standi saman. „Ég átti til dæmis að byrja í nýrri vinnu daginn eftir, en ég hringdi í þau og sagði að ég treysti mér ekki til þess. Það skildu það allir mjög vel,“ segir Helena. Búið er að loka Field‘s-verslunarmiðstöðinni í minnst viku vegna árásarinnar. Í kvöld verður þá haldin minningarathöfn um þau þrjú sem létust í árásinni, en Helena gerir ráð fyrir að mæta þangað.
Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. 5. júlí 2022 13:41 Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. 4. júlí 2022 13:46 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. 5. júlí 2022 13:41
Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18
Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. 4. júlí 2022 13:46