Gekk um vopnaður og tók í hurðarhúninn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 18:35 Líkt og sést á skjáskotinu heldur maðurinn á hníf. Skjáskot Íbúi á Flötunum í Garðabæ varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að vopnaður maður tók í útidyrahurðina á heimili hans á laugardagsmorgun. Myndband úr dyrabjöllu hússins sýnir manninn nálgast húsið með hníf í hendi, taka í hurðarhúninn og halda svo sína leið. Gunnsteinn Geirsson deildi myndbandi af atvikinu í Facebook-hópi Garðbæinga, til þess að vara við manninum, sem hélt bol sínum fyrir neðri hluta andlits síns. Ætla má að það hafi verið til að þekkjast síður á myndum eða upptöku. Í samtali við Vísi segir Gunnsteinn að óþægilegt hafi verið að sjá upptökuna. Hann hafi ekki verið vakandi þegar atvikið átti sér stað um klukkan sjö á laugardagsmorgun. „Kannski sem betur fer, þá hefði maður örugglega hlaupið í fangið á honum. Þetta er vel óþægilegt að sjá svona fyrir utan hjá sér. Maður hefur alveg lent í því að gleyma að læsa útidyrahurðinni áður en maður fer að sofa,“ segir Gunnsteinn. Hann segir ljóst að því gleymi hann ekki aftur í bráð. „Það verður gengið á allar hurðar fyrir svefninn.“ Lögreglan komin í málið Gunnsteinn hefur þegar tilkynnt málið til lögreglu. Þá segist hann hafa fengið ábendingu um hver gæti hafa verið að verki, en ekki sést greinilega í andlit mannsins á myndbandinu sem Gunnsteinn birti. „Ég er búinn að koma því öllu til lögreglunnar. Ég talaði við einn hjá þeim í dag og þeir ætluðu að skoða þetta eitthvað. Það er bara vonandi að fólk sjái þetta og passi sig,“ segir Gunnsteinn. Myndbandið úr dyrabjöllu Gunnsteins má sjá í spilaranum hér að ofan. Garðabær Lögreglumál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Gunnsteinn Geirsson deildi myndbandi af atvikinu í Facebook-hópi Garðbæinga, til þess að vara við manninum, sem hélt bol sínum fyrir neðri hluta andlits síns. Ætla má að það hafi verið til að þekkjast síður á myndum eða upptöku. Í samtali við Vísi segir Gunnsteinn að óþægilegt hafi verið að sjá upptökuna. Hann hafi ekki verið vakandi þegar atvikið átti sér stað um klukkan sjö á laugardagsmorgun. „Kannski sem betur fer, þá hefði maður örugglega hlaupið í fangið á honum. Þetta er vel óþægilegt að sjá svona fyrir utan hjá sér. Maður hefur alveg lent í því að gleyma að læsa útidyrahurðinni áður en maður fer að sofa,“ segir Gunnsteinn. Hann segir ljóst að því gleymi hann ekki aftur í bráð. „Það verður gengið á allar hurðar fyrir svefninn.“ Lögreglan komin í málið Gunnsteinn hefur þegar tilkynnt málið til lögreglu. Þá segist hann hafa fengið ábendingu um hver gæti hafa verið að verki, en ekki sést greinilega í andlit mannsins á myndbandinu sem Gunnsteinn birti. „Ég er búinn að koma því öllu til lögreglunnar. Ég talaði við einn hjá þeim í dag og þeir ætluðu að skoða þetta eitthvað. Það er bara vonandi að fólk sjái þetta og passi sig,“ segir Gunnsteinn. Myndbandið úr dyrabjöllu Gunnsteins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira