Stjörnur C-riðils: Markamaskína af guðs náð, sænskt varnartröll og harðjaxl frá Sviss Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 10:00 Vivianne Miedema fagnar einu af 94 landsliðsmörkum sínum. EPA-EFE/Cor Lasker Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa C-riðil. Þau eru Holland, Portúgal, Svíþjóð og Sviss. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Vivianne Miedema (Holland) Vivianne Miedema getur vart stigið fæti á fótboltavöll án þess að þenja netmöskvana.EPA-EFE/Cor Lasker Hin 25 ára Miedema er markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi með 94 mörk í 111 leikjum. Það var snemma ljóst í hvað stefndi en hún hafði skorað 18 mörk í 18 leikjum er hún var 18 ára gömul. Ef það er ekki nóg þá er Miedema markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 64 mörk en hún hefur spilað fyrir Arsenal frá árinu 2017. Var orðuð við flest stórlið álfunnar fyrr í sumar en endursamdi á endanum við Arsenal. View this post on Instagram A post shared by Arsenal Women (@arsenalwfc) Jéssica Silva (Portúgal) Jéssica Silva mun leiða sóknarlínu Portúgals.EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN Hin 27 ára gamla Jéssica Silva hefur komið víða við á ferli sínum. Þessi lunkni framherji hefur spilað í Svíþjóð, á Spáni, Frakklandi, Bandaríkjunum og svo heimalandinu. Varð Evrópumeistari með Lyon, fyrst allra portúgalskra kvenna. Missti af síðasta Evrópumóti vegna meiðsla en er nú tilbúin að láta til sín taka. Horfir mikið upp til Cristiano Ronaldo og nældi í mynd með átrúnaðargoðinu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Je ssica Silva (@jessiicasilva10) Magdalena Eriksson (Svíþjóð) Magdalena Eriksson hitar upp fyrir einn af sínum 84 landsleikjum.EPA-EFE/Claudio Bresciani Hin 28 ára gamla Eriksson er fyrirliði Englandsmeistara Chelsea og stýrir varnarleik sænska liðsins af mikilli yfirvegun. Hefur spilað 84 A-landsleiki og eiga þeir bara eftir að verða fleiri. Hefur verið fótboltaóð frá unga aldri og skírði til að mynda naggrísina sem hún átti sem barn í höfuðið á goðsögnunum Luis Figo og Zinedine Zidane. Eriksson er í sambandi með Pernille Harder, samherja sínum hjá Chelsea og besta leikmanni Danmerkur. Það yrði því forvitnileg barátta ef Svíþjóð og Danmörk mætast þegar líður á mótið. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Lia Wälti (Sviss) Lia Wälti gefur aldrei neitt eftir.EPA-EFE/PETER KLAUNZER Hin 29 ára gamla Wälti er fyrirliði og leiðtogi svissneska liðsins. Spilar með Arsenal og hefur gert síðan árið 2018. Fædd í þorpi þar sem íshokkí var allt í öllu en Wälti var alltaf meira fyrir takkaskó frekar en skauta. Hefur spilað 98 A-landsleiki og ætti að brjóta hundrað leikja múrinn á EM. View this post on Instagram A post shared by Lia Wa lti (@liawaelti) Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Vivianne Miedema (Holland) Vivianne Miedema getur vart stigið fæti á fótboltavöll án þess að þenja netmöskvana.EPA-EFE/Cor Lasker Hin 25 ára Miedema er markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi með 94 mörk í 111 leikjum. Það var snemma ljóst í hvað stefndi en hún hafði skorað 18 mörk í 18 leikjum er hún var 18 ára gömul. Ef það er ekki nóg þá er Miedema markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 64 mörk en hún hefur spilað fyrir Arsenal frá árinu 2017. Var orðuð við flest stórlið álfunnar fyrr í sumar en endursamdi á endanum við Arsenal. View this post on Instagram A post shared by Arsenal Women (@arsenalwfc) Jéssica Silva (Portúgal) Jéssica Silva mun leiða sóknarlínu Portúgals.EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN Hin 27 ára gamla Jéssica Silva hefur komið víða við á ferli sínum. Þessi lunkni framherji hefur spilað í Svíþjóð, á Spáni, Frakklandi, Bandaríkjunum og svo heimalandinu. Varð Evrópumeistari með Lyon, fyrst allra portúgalskra kvenna. Missti af síðasta Evrópumóti vegna meiðsla en er nú tilbúin að láta til sín taka. Horfir mikið upp til Cristiano Ronaldo og nældi í mynd með átrúnaðargoðinu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Je ssica Silva (@jessiicasilva10) Magdalena Eriksson (Svíþjóð) Magdalena Eriksson hitar upp fyrir einn af sínum 84 landsleikjum.EPA-EFE/Claudio Bresciani Hin 28 ára gamla Eriksson er fyrirliði Englandsmeistara Chelsea og stýrir varnarleik sænska liðsins af mikilli yfirvegun. Hefur spilað 84 A-landsleiki og eiga þeir bara eftir að verða fleiri. Hefur verið fótboltaóð frá unga aldri og skírði til að mynda naggrísina sem hún átti sem barn í höfuðið á goðsögnunum Luis Figo og Zinedine Zidane. Eriksson er í sambandi með Pernille Harder, samherja sínum hjá Chelsea og besta leikmanni Danmerkur. Það yrði því forvitnileg barátta ef Svíþjóð og Danmörk mætast þegar líður á mótið. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Lia Wälti (Sviss) Lia Wälti gefur aldrei neitt eftir.EPA-EFE/PETER KLAUNZER Hin 29 ára gamla Wälti er fyrirliði og leiðtogi svissneska liðsins. Spilar með Arsenal og hefur gert síðan árið 2018. Fædd í þorpi þar sem íshokkí var allt í öllu en Wälti var alltaf meira fyrir takkaskó frekar en skauta. Hefur spilað 98 A-landsleiki og ætti að brjóta hundrað leikja múrinn á EM. View this post on Instagram A post shared by Lia Wa lti (@liawaelti)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00
Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00