Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Gunnar Reynir Valþórsson, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 4. júlí 2022 07:02 Varðstjórinn Dannie Rise sem fer fyrir rannsókninni hélt blaðamannafund um stöðu málsins klukkan 16 að staðartíma í dag. EPA-EFE/Martin Sylvest Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. Fjórir aðrir voru særðir skotsárum og eru þau öll í lífshættu. Þau sem særðust eru fjörutíu ára og nítján ára danskar konur auk tveggja sænskra ríkisborgara, fimmtugs manns og sextán ára stúlku. Þar fyrir utan slösuðust margir í óðagotinu sem varð í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn hóf skothríðina en enginn þó alvarlega, að sögn Sören Thomassen, lögreglustjóra Kaupmannahafnar, á blaðamannafundi nú í morgun. Vísir fylgist með framgangi mála, hægt er að fylgjast með vaktinni hér að neðan.
Fjórir aðrir voru særðir skotsárum og eru þau öll í lífshættu. Þau sem særðust eru fjörutíu ára og nítján ára danskar konur auk tveggja sænskra ríkisborgara, fimmtugs manns og sextán ára stúlku. Þar fyrir utan slösuðust margir í óðagotinu sem varð í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn hóf skothríðina en enginn þó alvarlega, að sögn Sören Thomassen, lögreglustjóra Kaupmannahafnar, á blaðamannafundi nú í morgun. Vísir fylgist með framgangi mála, hægt er að fylgjast með vaktinni hér að neðan.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33 Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37 Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33
Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37
Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25