Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 13:30 Elvar Már flýgur í gegnum háloftin. Vísir/Hulda Margrét Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út. Íslendingar eru á leiðinni í riðil með Spánverjum, Georgíumönnum og Úkraínumönnum en báðir þessir riðlar, G-riðill og H-riðill, eru ráðnir þó það eigi eftir að leik fjóra leiki samtals í báðum riðlum. Sömu sögu er að segja af A - riðli, B - riðli og E - riðli. Því hafa nú þegar 19 lið tryggt sér sæti í næstu umferð en átta lið munu berjast um síðustu fimm sætin í leikjum sem fara fram í dag, á morgun og í næstu viku. Í C - riðli eru Króatar í brasi en þeir hafa oftar en ekki staðið sig betur í körfubolta en þeir hafa unnið einn leik af fimm. Slóvenar og Finnar hafa tryggt sér farseðilinn í næstu umferð en Króatar berjast við Svía um síðasta sætið og nægir Svíum að vinna eða þá að Króatar tapi til að komast í næstu umferð. Króatar verða að vinna og treysta á að Svíþjóð tapi. Króatar taka á móti Finnum í dag og Svíar spila við Slóvena. Það er mikil spenna í D - riðli en þar hafa Þjóðverjar unnið sér inn rétt til að spila í næstu umferð og tróna á toppi riðilsins. Pólland, Ísrael og Eistland berjast um síðustu tvö sætin í næstu umferð. Pólland tryggir sæti sitt með sigri á Þjóðverjum. Ísraelar þurfa að vinnan eða að Póllandi tapi en þeir mæta Eistum en Eistum dugir einnig sigur eða tap hjá Póllandi til að komast áfram. Pólverjarnir því með sín örlög algjörlega í sínum höndum en öll liðin eru með sjö stig. Flóknust er staðan í F-riðli en þar er það öruggt að Litháar fara áfram í næstu umferð. Tékkland, Bosnía og Hersegóvína og Búlgaría berjast um síðustu sætin í næstu umferð. Tékkar og Bosníumenn eru með sjö stig og Búlgarar með sex stig og þurftu menn að rífa upp reiknivélarnar til að finna út hvernig liðin geta farið áfram. Tékkar fara áfram ef þeir vinna Litháa eða ef Búlgaría tapar fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Þá komast Tékkar áfram ef þeir tapa ef Búlgaría vinnur með 1-2 stigum eða með sex stigum eða meira. Bosnía og Hersegóvína fara áfram ef þeir vinna eða ef þeir tapa fyrir Búlgörum með fimm stigum eða minna. Þá komast þeir aftur ef þeir tapa með minna en níu stigum eða ef Tékkar vinna. Búlgaría fer áfram ef þeir vinna Bosníu og Hersegóvínu með 10 stigum eða meira. Búlgararnir komast einnig áfram ef þeir vinna með þremur stigum eða meira ef Tékkarnir tapa fyrir Litháen. Hægt er að skoða stöðuna í riðlunum, hvaða leikir eru eftir og hvernig landið liggur á vefsíðu FIBA með því að smella hér. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Íslendingar eru á leiðinni í riðil með Spánverjum, Georgíumönnum og Úkraínumönnum en báðir þessir riðlar, G-riðill og H-riðill, eru ráðnir þó það eigi eftir að leik fjóra leiki samtals í báðum riðlum. Sömu sögu er að segja af A - riðli, B - riðli og E - riðli. Því hafa nú þegar 19 lið tryggt sér sæti í næstu umferð en átta lið munu berjast um síðustu fimm sætin í leikjum sem fara fram í dag, á morgun og í næstu viku. Í C - riðli eru Króatar í brasi en þeir hafa oftar en ekki staðið sig betur í körfubolta en þeir hafa unnið einn leik af fimm. Slóvenar og Finnar hafa tryggt sér farseðilinn í næstu umferð en Króatar berjast við Svía um síðasta sætið og nægir Svíum að vinna eða þá að Króatar tapi til að komast í næstu umferð. Króatar verða að vinna og treysta á að Svíþjóð tapi. Króatar taka á móti Finnum í dag og Svíar spila við Slóvena. Það er mikil spenna í D - riðli en þar hafa Þjóðverjar unnið sér inn rétt til að spila í næstu umferð og tróna á toppi riðilsins. Pólland, Ísrael og Eistland berjast um síðustu tvö sætin í næstu umferð. Pólland tryggir sæti sitt með sigri á Þjóðverjum. Ísraelar þurfa að vinnan eða að Póllandi tapi en þeir mæta Eistum en Eistum dugir einnig sigur eða tap hjá Póllandi til að komast áfram. Pólverjarnir því með sín örlög algjörlega í sínum höndum en öll liðin eru með sjö stig. Flóknust er staðan í F-riðli en þar er það öruggt að Litháar fara áfram í næstu umferð. Tékkland, Bosnía og Hersegóvína og Búlgaría berjast um síðustu sætin í næstu umferð. Tékkar og Bosníumenn eru með sjö stig og Búlgarar með sex stig og þurftu menn að rífa upp reiknivélarnar til að finna út hvernig liðin geta farið áfram. Tékkar fara áfram ef þeir vinna Litháa eða ef Búlgaría tapar fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Þá komast Tékkar áfram ef þeir tapa ef Búlgaría vinnur með 1-2 stigum eða með sex stigum eða meira. Bosnía og Hersegóvína fara áfram ef þeir vinna eða ef þeir tapa fyrir Búlgörum með fimm stigum eða minna. Þá komast þeir aftur ef þeir tapa með minna en níu stigum eða ef Tékkar vinna. Búlgaría fer áfram ef þeir vinna Bosníu og Hersegóvínu með 10 stigum eða meira. Búlgararnir komast einnig áfram ef þeir vinna með þremur stigum eða meira ef Tékkarnir tapa fyrir Litháen. Hægt er að skoða stöðuna í riðlunum, hvaða leikir eru eftir og hvernig landið liggur á vefsíðu FIBA með því að smella hér.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira