Þróttur sendir frá sér yfirlýsingu eftir N1 mótið: „Framkoma sem á ekki að sjást“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2022 21:00 N1-mótið á Akureyri er eitt stærsta barnamót landsins. Tröll.is Knattspyrnudeild Þróttar hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að félagið ákvað að senda eitt af liðum sínum ekki í kappleik um sæti á mótinu. Þróttur og FH áttu að mætast í leik um 5. sæti N1 mótsins, en lið Þróttar mætti ekki til leiks. Því var gripið til þess ráðs að foreldrar skyldu leika gegn FH-ingum þennan lokaleik mótsins. Í kjölfarið var félagið sakað um það að hafa ekki mætt til leiks þar sem foreldrum leikmanna hafi þótt liðsmenn FH svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Knattspyrnudeild Þróttar hefur hins vegar sen frá sér yfirlýsingu þar sem þessum ásökunum er svarað, en þar kemur meðal annars fram að félaginu hafi þótt ábyrgðaraðilar mótsins hafa brugðist skyldum sínum þegar leikir fóru úr böndunum. „N1 mótið er einstakur viðburður þar sem ungir keppendur fá að njóta sín í að etja kappi í heiðarlegri og fallegri keppni við jafnaldra,“ segir í yfirlýsingu Þróttar. „Knattspyrnufélagið Þróttur er þakklátt fyrir frábært skipulag á mótinu en vill þó koma skilaboðum á framfæri til mótstjórnar N1 mótsins jafnt sem annarra mótshaldara. Á mótinu sýndi lið framkomu sem ekki á að sjást á knattspyrnuvellinum, framkomu sem einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gagnvart mótherjum og starfsmönnum mótsins. Þegar slíkt gerist er það ábyrgðaraðila, s.s. þjálfara, dómara og mótstjórnar, að grípa inn í. Þeirra er að skakka leikinn, róa, styðja og leiðbeina þeim sem eru úr jafnvægi. Ef það er ekki gert, þá er hætta á að hinn fagri leikur snúist upp í andhverfu sína. Því miður fór svo á þessu frábæra móti að ábyrgðaraðilar brugðust þegar leikir fóru úr böndunum. Knattspyrnufélagið Þróttur harmar að ekki hafi verið tekið strax á málum, öllum til heilla. Félagið tók í kjölfarið ákvörðun um að senda ekki eitt af liðum sínum í kappleik um sæti á mótinu. Var það mat yfirþjálfara og þjálfara félagsins að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að taka þátt í leik sem snérist um eitthvað allt annað en fótbolta.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þróttar að loknu N1-móti. pic.twitter.com/tjlgQxqMIU— Þróttur (@throtturrvk) July 2, 2022 Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Akureyri Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Þróttur og FH áttu að mætast í leik um 5. sæti N1 mótsins, en lið Þróttar mætti ekki til leiks. Því var gripið til þess ráðs að foreldrar skyldu leika gegn FH-ingum þennan lokaleik mótsins. Í kjölfarið var félagið sakað um það að hafa ekki mætt til leiks þar sem foreldrum leikmanna hafi þótt liðsmenn FH svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Knattspyrnudeild Þróttar hefur hins vegar sen frá sér yfirlýsingu þar sem þessum ásökunum er svarað, en þar kemur meðal annars fram að félaginu hafi þótt ábyrgðaraðilar mótsins hafa brugðist skyldum sínum þegar leikir fóru úr böndunum. „N1 mótið er einstakur viðburður þar sem ungir keppendur fá að njóta sín í að etja kappi í heiðarlegri og fallegri keppni við jafnaldra,“ segir í yfirlýsingu Þróttar. „Knattspyrnufélagið Þróttur er þakklátt fyrir frábært skipulag á mótinu en vill þó koma skilaboðum á framfæri til mótstjórnar N1 mótsins jafnt sem annarra mótshaldara. Á mótinu sýndi lið framkomu sem ekki á að sjást á knattspyrnuvellinum, framkomu sem einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gagnvart mótherjum og starfsmönnum mótsins. Þegar slíkt gerist er það ábyrgðaraðila, s.s. þjálfara, dómara og mótstjórnar, að grípa inn í. Þeirra er að skakka leikinn, róa, styðja og leiðbeina þeim sem eru úr jafnvægi. Ef það er ekki gert, þá er hætta á að hinn fagri leikur snúist upp í andhverfu sína. Því miður fór svo á þessu frábæra móti að ábyrgðaraðilar brugðust þegar leikir fóru úr böndunum. Knattspyrnufélagið Þróttur harmar að ekki hafi verið tekið strax á málum, öllum til heilla. Félagið tók í kjölfarið ákvörðun um að senda ekki eitt af liðum sínum í kappleik um sæti á mótinu. Var það mat yfirþjálfara og þjálfara félagsins að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að taka þátt í leik sem snérist um eitthvað allt annað en fótbolta.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þróttar að loknu N1-móti. pic.twitter.com/tjlgQxqMIU— Þróttur (@throtturrvk) July 2, 2022
Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Akureyri Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira