Við veljum okkur vini eftir lykt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2022 16:16 GettyImages Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar. Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur. Vísindi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur.
Vísindi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira