Rapinoe og Biles fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2022 08:01 Megan Rapinoe hefur átt frábæran feril, bæði innan vallar sem utan. Erin Chang/Getty Images Hvíta húsið tilkynnti í dag að knattspyrnukonan Megan Rapinoe yrði meðal þeirra sem myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Fimleikadrottningin Simone Biles verður einnig meðal þeirra sem hlotnast sá heiður að þessu sinni. Í næstu viku mun Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heiðra vel valda einstaklinga í Hvíta húsinu. Alls munu 17 einstaklingar fá hina svokölluðu Frelsisorðu (e. Presidential Medal of Freedom). Hin 36 ára gamla Rapinoe hefur barist ötullega fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hefur hún barist fyrir því að kvennalandslið Bandaríkjanna fái sömu laun og leikmenn karlaliðsins. Þá hefur hún barist gegn kynþáttafordómum og réttindum LGBTQIA+ fólks. Ásamt því hefur Rapinoe átt ótrúlegan feril á knattspyrnuvellinum og til að mynda tvisvar orðið heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hún verður fyrst allra knattspyrnumanna, karla eða kvenna, sem hlýtur Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. USWNT's Megan Rapinoe will be presented with the nation's highest civilian honor, the Presidential Medal of Freedom, the White House announced.She will be the first ever footballer to receive this award pic.twitter.com/2p9pFiGXI9— ESPN FC (@ESPNFC) July 1, 2022 Hin 25 ára gamla Biles er ein albesta – ef ekki sú besta – fimleikakona allra tíma. Engin hefur unnið til fleiri verðlauna en hún. Alls vann Biles til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Hún er einnig dugleg að láta til sín taka er kemur að málefnum þeirra sem minna mega sín. Þá sérstaklega er varðar málefni sem standa henni nærri. Má þar nefna andlega vellíðan íþróttafólks, fósturbörn og þolendur kynferðisofbeldis. Simone Biles er engri lík.Laurence Griffiths/Getty Images „Þau 17 sem tilnefnd eru hafa öll yfirstigið miklar hindranir á lífsleið sinni og hafa keyrt í gegn breytingar í samfélögum sínum sem og heiminum öllum. Hafa þau rautt leiðina fyrir okkur hin,“ segir í yfirlýsingu Hvíta hússins. Fótbolti Fimleikar Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira
Í næstu viku mun Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heiðra vel valda einstaklinga í Hvíta húsinu. Alls munu 17 einstaklingar fá hina svokölluðu Frelsisorðu (e. Presidential Medal of Freedom). Hin 36 ára gamla Rapinoe hefur barist ötullega fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hefur hún barist fyrir því að kvennalandslið Bandaríkjanna fái sömu laun og leikmenn karlaliðsins. Þá hefur hún barist gegn kynþáttafordómum og réttindum LGBTQIA+ fólks. Ásamt því hefur Rapinoe átt ótrúlegan feril á knattspyrnuvellinum og til að mynda tvisvar orðið heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hún verður fyrst allra knattspyrnumanna, karla eða kvenna, sem hlýtur Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. USWNT's Megan Rapinoe will be presented with the nation's highest civilian honor, the Presidential Medal of Freedom, the White House announced.She will be the first ever footballer to receive this award pic.twitter.com/2p9pFiGXI9— ESPN FC (@ESPNFC) July 1, 2022 Hin 25 ára gamla Biles er ein albesta – ef ekki sú besta – fimleikakona allra tíma. Engin hefur unnið til fleiri verðlauna en hún. Alls vann Biles til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Hún er einnig dugleg að láta til sín taka er kemur að málefnum þeirra sem minna mega sín. Þá sérstaklega er varðar málefni sem standa henni nærri. Má þar nefna andlega vellíðan íþróttafólks, fósturbörn og þolendur kynferðisofbeldis. Simone Biles er engri lík.Laurence Griffiths/Getty Images „Þau 17 sem tilnefnd eru hafa öll yfirstigið miklar hindranir á lífsleið sinni og hafa keyrt í gegn breytingar í samfélögum sínum sem og heiminum öllum. Hafa þau rautt leiðina fyrir okkur hin,“ segir í yfirlýsingu Hvíta hússins.
Fótbolti Fimleikar Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira